Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Side 192
190
Hrafnhildur Stefánsdóttir, stud. jur. Ritstjórn Stúdentablaös: Stefán
Skarphéðinsson, stud. jur., ritstjóri. Stjórn Þjóöabandalags: Vidar
Toreid, stud. med. Stúdentaákademía 1968—’69: Sigurður H. Guð-
mundsson, stud. theol., forseti.
Hátíöahöldin 1. desember 1968 voru óvenjulega viðamikil og veg-
leg, þar eð fagnað var 50 ára fullveldi þjóðarinnar. Undirbúningur
hafði hafizt þegar á árinu 1967, en þá var undirbúningsnefnd skipuð.
Hátíðin hófst með f jölbreyttri listahátíð í Þjóðleikhúskjallara 30. nóv.
Jóhann Hjálmarsson, ljóðskáld, flutti erindi um íslenzka nútímaljóð-
list, Anna Kristín Arngrímsdóttir, leikkona, flutti smásögu eftir Fríðu
Sigurðardóttur, stud. phil., Þorleifur Hauksson las ljóð, Ögmundur
Helgason, stud. phil., flutti frumsamin ljóð, og Gísli Magnússon, píanó-
leikari, Pétur Þorvaldsson, cellóleikari, Jón Sigurbjörnsson, óperu-
söngvari, og Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, fluttu margvíslega tón-
list. Kynnir var Böðvar Guðmundsson, stud. mag. og skáld. Hátíða-
dagskráin 1. desember hófst að morgni með guðsþjónustu í Dómkirkj-
unni. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, prédikaði,
guðfræðistúdentar sungu undir stjórn dr. Róberts Abrahams Ottós-
sonar, en organleikari var Ragnar Björnsson. Eftir hádegi var sam-
koma í Háskólabíói, og var húsið þéttskipað. Friðrik Sóphusson, stud.
jur., formaður hátíðanefndar, setti samkomuna, Ólafur Grétar Guð-
mundsson, stud. med., formaður Stúdentafélags Háskóla íslands, flutti
ávarp, sem fjallaði um stjórnmálaviðhorf æskunnar og málefni Há-
skóla íslands. Næst lék Litla lúðrasveitin. Síðan var stúdentastjarnan
afhent í fyrsta sinn. Jón Ögm. Þormóðsson, stud. jur., forseti Stúdenta-
akademíu, afhenti prófessor Þorbirni Sigurgeirssyni stjörnuna fyrir
vísindastörf. Því næst söng Stúdentakórinn, en að því loknu flutti
forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, ræðu dagsins, „Fimmtíu ára full-
veldi“. Að lokum var þjóðsöngurinn sunginn. Kvöldfagnaður fór fram
að Hótel Sögu. Hann hófst með borðhaldi, en til skemmtunar var:
Prófessor Ármann Snævarr, háskólarektor, flutti ræðu, Björn J. Arn-
viðarson, stud. jur., flutti minni fósturjarðarinnar, og „menningar-
fræðslunefnd fullveldisdagsins“ flutti og skýrði nokkur brot úr söng-
leiknum „Tónablóð“ eftir Táberg milli kinna. Gamanvísur voru sungn-
ar, fram fór almennur söngur, og síðan var dansað fram eftir nóttu.
Veizlustjóri var Böðvar Guðmundsson, stud. mag.
Að kvöldi 28. nóv. var fluttur útvarpsþáttur Stúdentafélagsins til-
heyrandi fullveldishátíð. Umsjónarmaður var Guðmundur Þorgeirs-
son, stud. med. Gefið var út hátíðarritið „Mennt er máttur“, sem
helgað var íslenzkri háskólamenntun og hafði að geyma 17 greinar
um starfssvið íslenzkra menntamanna. Ritstjóri var Garðar Garðars-
son, stud. jur.