Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Qupperneq 193
191
Stúdentablað 1. desember kom út í viðhafnarbúningi. Fjallaði það
aðallega um ísland á tímamótum 50 ára fullveldis. Ritstjóri var
Magnús Gunnarsson, stud. oecon.
Tveir erlendir stúdentar voru gestir SFHÍ við hátíðahöldin, danski
hagfræðistúdentinn Lars Christensen, fulltrúi Studenterforeningen í
Kaupmannahöfn, og norski sálarfræðistúdentinn Finn Sjue, fulltrúi
Studenttinget í Osló. Auk þátttöku í hátíðahöldunum fóru gestimir
víða um, heimsóttu m. a. Alþingi, Þjóðminjasafnið og Norræna húsið
auk þess sem farin var „pílagrímsferð" til Þingvalla við Öxará.
Fundanefnd, vann mikið starf, og voru haldnir fleiri fundir en
nokkru sinni áður, eða alls 23. Haldnir voru sjö almennir fundir og
erindi: William Nef talaði um Friðarsveitir Bandaríkjanna; Haf-
steinn Björnsson um sálarrannsóknir og hafði skyggnilýsingar, en sá
fundur var einn sá fjölmennasti, sem haldinn hefur verið í Háskól-
anum. Ottar Brox ræddi um „Stjórn efnahagsmála í Norður-Noregi.
Alþýðustjórn eða stjórn sérfræðinga?" Önnur efni, sem rædd voru á
almennum fundum, voru: „Norræn samvinna", „Er tímabært að stofna
nýjan stjórnmálaflokk?“, „Eru dyr háskólans að lokast?“ og „Andóf
stúdenta og stúdentapólitík". Fundir ætlaðir stúdentum einum voru
ellefu: Fimm fundir um stjórnmálaviðhorfið 1968, þar sem formenn
þingflokka töluðu og sátu fyrir svörum, — þeir Lúðvík Jósepsson,
Hannibal Valdimarsson, Eysteinn Jónsson, Bjarni Benediktsson og
Gylfi Þ. Gíslason. Önnur efni rædd á stúdentafundum voru: „Aukin
áhrif stúdenta á stjórn Háskólans“, „Grjótkast? Baráttuaðferðir stúd-
enta“, „Mannréttindaákvæði stjórnarskrár og valdsvið lögreglu“,
„Háskóli íslands“ og „ísland og Atlantshafsbandalagið". Þá var hald-
in helgarráðstefna um utanríkis- og alþjóðamál: ísland og þróunar-
löndin, Sameinuðu þjóðirnar, Stjórnmálaþróun Evrópu og Varnarmál
íslands. Tekið var upp nýmæli í félagslífi stúdenta og haldnir nokkrir
anddyrisfundir. Ræðumenn töluðu til stúdenta úr tröppum aðaland-
dyris. Fundir þessir voru yfirleitt ekki auglýstir og haldnir fyrirvara-
laust. Sýnishorn fundarefna: „Félagsmáladoði stúdenta' (Höskuldur
Þráinsson, stud. phil.), „Kröfur stúdenta" (Páll Jensson, stud. polyt.),
„Borgarastríðið í Biafra“ (Sveinn R. Hauksson, stud. med.), „Ástand
og horfur í menntamálum" (Ólafur G. Guðmundsson, stud. med.),
„Aukin áhrif stúdenta á stjórn Háskólans" (sami).
Bókmennta- og listkynningar voru allmargar, sumar haldnar í sam-
vinnu við Þjóðabandalagið. Skal fyrst nefna viðamikla listahátíð 30.
nóvember, sem áður hefur verið greint frá, en af bókmenntakynning-
um, kynningu á nýjustu bók Halldórs Laxness, Kristnihaldi undir
Jökli, og kynningu á verðlaunabók Per Olof Enquist, „Legionárarna".
Kynntar voru óperurnar „Brottnámið úr kvennabúrinu" eftir Mozart