Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Page 197
195
inum var Þorvaldur Búason, mag. scient., kosinn íormaður stjórnar-
innar. Stjórnin hefur haldið 55 fundi á kjörtímabili sínu. Fram-
kvæmdastjóri félagsstofnunar er ritari stjórnarinnar. Fyrstu mánuð-
ina voru stjórnarfundir haldnir í kennarastofu háskólans; frá því í
ársbyrjun 1969 hafa þeir verið haldnir í setustofu í kjallara Gamla
garðs.
Stjórnarstörf eru launuð. Fær formaður 600 kr., en aðrir í stjórn
400 kr. fyrir hvern setinn fund.
Við efnisskipun skýrslu þessarar verður fylgt töluliðum 2. gr. reglu-
gerðar fyrir Félagsstofnun stúdenta. í samfelldu máli verður ekki
fjallað ýtarlega um rekstrarafkomu einstakra fyrirtækja. Gleggst
vitneskja um hana fæst með athugun á reikningum fyrirtækjanna.
Meðal fylgiskjala skýrslunnar eru endurskoðaðir reikningar félags-
stofnunar fyrir tímabilið frá 1. júní 1968 til 31. desember 1968.
Stúdentagarðarnir.
í 1. tl. 2. gr. reglugerðarinnar segir: „Stofnunin skal taka við stjóm
og skuldbindingum stúdentagarðanna og annast rekstur þeirra. Hún
skal sjá um byggingu nýrra stúdentagarða og afla fjár til þess.“
Þann 16. júlí 1968 tók félagsstofnunin formlega við stjórn og rekstri
stúdentagarðanna úr hendi formanns fráfarandi garðstjórnar, Jó-
hannesar Elíassonar, bankastjóra. Jafnframt gekk félagsstofnunin
inn í fyrri skuldbindingar garðstjórnar.
Á starfstíma félagsstofnunar hafa eftirtaldir menn starfað í um-
boði hennar á görðunum:
Garðprófastur á Gamla garði: Runólfur Þórarinsson, cand. mag.
Garðprófastur á Nýja garði: Árni Böðvarsson, cand.mag.
Ráðsmaður: Sigurjón Jóhannsson.
Inspector domus á Gamla garði 1968/1969 og 1969/1970: Ásgeir
Pétur Ásgeirsson, stud. jur.
Inspector domus á Nýja garði 1968/1969: Jóhann J. Bergmann,
stud. polyt.
Inspector domus á Nýja garði 1969/1970: Kristinn Eyjólfsson,
stud. med.
Fjárreiður garðanna eru í höndum framkvæmdastjóra félags-
stofnunar.
Garðvist.
103 herbergi eru til ráðstöfunar til búsetu fyrir stúdenta á görð-
unum. í byrjun ágúst ár hvert er auglýst eftir umsóknum um vist á
görðunum. Við mat á umsóknum er farið eftir tillögum garðprófasta.
Þeir skipa stúdentum niður í herbergi. Meðal fylgiskjala skýrslunnar