Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Page 198
196
er greinargerð garðprófasta um þær meginreglur, sem fylgt hefur
verið undanfarin ár við úthlutun garðvistar.
Fyrir skólaárið 1968/1969 bárust 138 umsóknir. Ekki reyndist unnt
að sinna 15 þeirra. Fyrir skólaárið 1969/1970 bárust 120 umsóknir.
Ekki reyndist unnt að sinna tveimur þeirra. Við báðar úthlutanimar
var nokkrum hluta umsækjenda veitt sú úrlausn, að þeir þyrftu að
deila herbergi með öðrum. Reynslan sýnir, að mjög fáir þeirra sætta
sig við það hlutskipti og draga margir umsóknir sínar til baka af
þeim sökum. í lok ársins 1969 ákvað stjórn félagsstofnunar að út-
hluta framvegis þannig, að einn stúdent sé í hverju herbergi.
Skólaárið 1968/1969 var mánaðarleiga fyrir herbergi á görðunum:
1150 kr. á einsmannsherbergjum og 650 kr. fyrir þann, sem deildi
herbergi með öðrum. Skólaárið 1969/1970 er leigan 1300 kr. á eins-
mannsherbergjum (1200 kr. í kjallara) og 700 kr. fyrir þann, sem
deilir herbergi með öðrum. Hótel Garður greiddi árið 1968 300 þús. kr.
leigu til stúdentagarðanna og 500 þús. kr. árið 1969.
Efsta hæð Nýja garðs hefur verið leigð stúdentum á sumrin. Aug-
lýst er eftir umsóknum í apríl. Árið 1969 sóttu 22 stúdentar um sumar-
vist þar, og fengu allir úrlausn. Sumarleiga á Nýja garði var 1150 kr.
á mánuði árið 1969.
Ný reglugerð fyrir stúdentagarðana.
Garðprófastar lögðu fyrir stjórn félagsstofnunar drög að nýrri
reglugerð fyrir stúdentagarðana. Leitaði stjórnin umsagnar háskóla-
ráðs og Skemmtifélags garðbúa um reglugerðina og einstök ákvæði
hennar. Stjórnin sjálf fjallaði ýtarlega um reglugerðina og staðfesti
hana síðan 11. apríl 1969. Reglugerðin hefur verið sérprentuð og
dreift til garðbúa. Hún birtist í heild meðal fylgiskjala þessarar
skýrslu.
Viðhald á görðunum.
Garðarnir eru um margt úr sér gengnir. í tíð garðstjórnar hafði
verið unnið að endurbótum á Nýja garði. Á fjárlögum hefur verið
veitt ákveðin fjárhæð til viðhalds á görðunum.
Stjórn félagsstofnunar markaði sér þá starfsreglu í upphafi, að
fenginn yrði ráðgefandi verkfræðingur til ráðuneytis um viðhald á
húsunum, svo og að verk til viðhalds og viðgerða á görðunum yrðu
boðin út, þegar því mætti koma við.
Helztu framkvæmdir til endurbóta á görðunum voru þessar:
Á Nýja garði: Viðgerð á hitalögn í gólfi og fleiri endurbætur á
hitakerfinu. Ný rafmagnsinnlögn og ný rafmagnstafla. Lögð ullar-
teppi á tvo ganga og gólfdúkur endurnýjaður á nokkrum herbergj-
um.