Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 199
197
Á Gamla garði: Bjöllukerfi lagt í kjallara og settur upp nýr bjöllu-
kassi fyrir garðinn. Nýir ofnar settir í matsal. Kaldavatnsheimæð
endurnýjuð. Settar ryamottur á öll herbergi.
Á báðum görðum voru máluð herbergi og gangar og nokkuð unnið
að endurnýjun húsgagna.
Auk þess samþykkti stjórnin eftirfarandi framkvæmdir, sem nú
eru í undirbúningi: Endurbætur á öllu hitakerfi Gamla garðs; yfir-
byggingu sorptunna við Nýja garð; endurbætur á aðstöðu til eldunar
á 1. og 2. hæð Gamla garðs. Hefur Skemmtifélag garðbúa lagt fram
100 þúsund krónur til hinna síðast töldu framkvæmda.
Mötuneyti stúdenta.
Mötuneyti stúdenta er í kjallara Gamla garðs. Aðstaða öll í mötu-
neytinu er hin óhentugasta. Félagsstofnun sjálf annast ekki rekstur
mötuneytisins, heldur er hann í höndum leigutaka, sem hefur verið
Sveinn Friðfinnsson, matreiðslumaður. Samið er við leigutaka á
hverju hausti. Gekk félagsstofnunin inn í samninga garðstjómar við
Svein haustið 1968. Á fjárlögum er veittur styrkur til mötuneytisins.
Við fyrstu samningsgerð sína við Svein setti stjórn félagsstofnunar
það skilyrði, að hún réði verði á veitingum í mötuneyti ásamt leigu-
takanum. Þann 3. október 1968 voru fyrstu samningar aðilanna und-
irritaðir og verðið ákveðið þannig: máltíðir út á miða: fiskur 35 kr.,
ódýrara kjöt 50 kr., dýrara kjöt 60 kr.; máltíðir án miða: fiskur
40 kr., ódýrara kjöt 60 kr., dýrara kjöt 70 kr. Verð á mjólk var
ákveðið 5 kr. pelahyrnan. Vegna breytinga á verðlagi var samþykkt
5 kr. hækkun á fiski frá 1. febrúar 1969. Jafnframt lagði félags-
stofnunin fram 43 þús. króna styrk til niðurgreiðslu á matarverði
frá sama tíma. Haustið 1969 var enn samið við Svein um rekstur
mötuneytisins og verð ákveðið óbreytt.
Félagsstofnunin keypti djúpsteikingapott í eldhús mötuneytisins.
Breytingar verða á rekstri mötuneytisins, þegar það flytur í stúd-
entaheimilið, sem nú rís af grunni.
Önnur mál.
í gögnum þeim, sem félagsstofnuninni bárust frá garðstjórn, var
skaðabótakrafa stúdents á Nýja garði vegna meiðsla, sem hann hlaut
þar. Málið hefur ekki verið leitt til lykta.
Kvörtun barst frá stúdentum á Nýja garði vegna þess, að viðgerð
á hitalögn garðsins hafði dregizt. Kvörtun barst frá stúdentum á
Gamla garði út af ýmsu, sem þar mætti betur fara í húsakosti.
Stjórnin ákvað að koma til móts við þær kröfur eins og kostur væri.
Vegna veikinda eins garðbúa var húsaleiga hans felld niður að