Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Side 205
203
gosdrykkir 13 kr., smurt brauð 12 kr., kökur o. fl. 8 kr., mjólkur-
peli 7 kr. Sumarið 1969 var kaffistofan opin eftir hádegi.
Haustið 1969 var settur upp gosdrykkjasjálfsali í kjallara háskól-
ans. Hagnaður af sölunni rennur til félagsstofnunar.
Félagsstofnunin mun taka að sér rekstur kaffistofu í Árnagarði,
þegar húsnæðið er tilbúið.
Bóksala stúdenta.
í 5. tl. 2. gr. reglugerðarinnar segir: „Eignir og skuldbindingar
Bóksölu stúdenta renna til stofnunarinnar, og stjórnar hún rekstri
Bóksölunnar.“
Sérstök stjórn skipuð af háskólaráði og stúdentaráði fór með stjórn
bóksölunnar, þegar félagsstofnunin tók til starfa. Hafði hún umsjón
með rekstri bóksölunnar, þar til í ársbyrjun 1969, en þá tók við
henni framkvæmdastjóri félagsstofnunar. í bóksölunni starfa Kristín
Ingvarsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir, stúdentar við háskólann.
Sjá þær um pantanir bóka og afgreiðslu, greiðslu reikninga og bók-
hald. Framkvæmdastjóri félagsstofnunar stjórnar rekstrinum fyrir
hönd stofnunarinnar.
Aðstaða bóksölunnar er öldungis ófullnægjandi í kjallara háskól-
ans. Á sínum tíma spurðist stjórn félagsstofnunar fyrir um það hjá
forráðamönnum Þjóðminjasafnsins, hvort þar væri nokkurt húsrými
fyrir bóksöluna til bráðabirgða, þar til hún flytti í stúdentaheimilið.
Svo reyndist ekki.
Bóksalan er ennþá að mestu leyti rekin með óbreyttu sniði, en þar
hefur þó verið tekin upp verzlun með ritföng, möppur o. fl., sem
ekki var áður á boðstólum. Unnið hefur verið að því að auka bein
viðskipti við erlenda útgefendur, en með því nást hagkvæmari kaup.
Bóksölu er ætlað um 70 fermetra svæði á fvrstu hæð stúdentaheim-
ilis og geymslurými fær hún í kjallara þess. Undirbúningur er haf-
inn að breyttum rekstri í þessu húsnæði. Hefur stjórnin m. a. snúið
sér til Universitetsforlaget í Osló, sem rekur stúdentabóksölu þar,
í þessu skyni.
Ferðaskrifstofa stúdenta.
í 6. tl. 2. gr. reglugerðarinnar segir: „Eignir, skuldbindingar og
réttur til rekstrar Ferðaskrifstofu stúdenta hverfa til stofnunarinnar,
og stjórnar hún rekstri Ferðaskrifstofunnar."
Ferðaskrifstofan laut áður stjórn stúdentaráðs. Rekstur hennar
hefur verið í algjöru lágmarki, og hefur hún verið látin sitja á hak-
anum fyrir þeim verkefnum, sem talin hafa verið brýnni.