Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Page 206
204
í árslok 1969 skrifaði félagsstofnun ýmsum samtökum stúdenta
og spurðist fyrir um áhuga þeirra á auknu starfi Ferðaskrifstofu
stúdenta.
Stúdentaskiptasjóður o. fl.
í 7. tl. 2. gr. reglugerðarinnar segir: „Stofnunin tekur við fjár-
veitingum úr sjóðum, sem ætlaðir eru til hinna ýmsu félagsiðkana •
stúdenta, t. d. Stúdentaskiptasjóði, og framlögum úr ríkissjóði til
félagsiðkana."
Háskólaráð hafði þetta áður með höndum. Tók félagsstofnunin við
stúdentaskiptasjóði í ársbyrjun 1969. Sú venja hafði skapazt hjá ráð-
inu, að fé úr stúdentaskiptasjóði væri úthlutað eftir ákvörðunum
stúdentaráðs, henni var ekki breytt af félagsstofnun.
Þann 28. marz var úthluíað fé til félagsiðkana stúdenta. Umsóknir
bárust frá 8 deildarfélögum auk stúdentaráðs, SÍSE, Stúdentafélags
H.í. og íþróttafélags stúdenta. Styrkjum var úthlutað þannig:
Stúdentaráð Háskóla íslands.............. kr. 37.500
Stúdentafélag Háskóla íslands ............. — 37.500
íþróttafélag stúdenta ..................... — 15.000
Samband ísl. stúdenta erlendis, SÍSE..... — 5.000
Félag guðfræðinema ........................ — 20.000
Félag læknanema ........................... — 20.000
Félag stúdenta í heimspekideild............ — 15.000
Félag tannlæknanema........................ — 20.000
Félag viðskiptanema ....................... — 20.000
Mímir, félag stúdenta í ísl. fræðum...... — 20.000
Omega, félag stúdenta í verkfræðideild ... — 20.000
Orator, félag laganema .................... — 20.000
Samtals kr. 250.000
Fjármagn.
í 8. tl. 2. gr. reglugerðarinnar segir: „Stofnunin tekur við fé sam-
kvæmt 4. gr. laga um stofnunina."
í 4. gr. laganna er gert ráð fyrir þessum f járöflunarleiðum félags-
stofnunar auk tekna af fyrirtækjum hennar:
1. Árleg skrásetningargjöld stúdenta við Háskóla íslands skulu
renna að hluta til stofnunarinnar, eftir því sem nánar er ákveð-
ið í reglugerð fyrir Háskóla íslands. Árleg skrásetning hófst i
Háskóla íslands haustið 1968. Skrásetningargjald var 1000 kr.
Hlutur félagsstofnunar í því það ár nam krónum 420 þús.
'