Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Síða 207
205
Skrásetningargjaldið nam sömu upphæð haustið 1969. Hlutur
félagsstofnunar í því nam kr. 470 þús.
2. Með framlagi úr ríkissjóði, eftir því sem Alþingi ákveður hverju
sinni.
Á fjárlögum fyrir árið 1969 nam framlag þetta kr. 2.950.000.
Á fjárlögum fyrir árið 1970 nemur framlag þetta kr. 6.430.000
og skiptist þannig:
Stúdentagarðar, viðhald ............ kr. 500.000
Mötuneyti stúdenta ................... — 200.000
Stúdentaheimilið, bygging ............ — 5.000.000
Félagsstofnun, rekstur................ — 300.000
Stúdentaskiptasjóður ................. — 180.000
Félagsstarfsemi stúdenta ............. — 250.000
3. Gjöfum, sem Félagsstofnun stúdenta kunna að berast.
Hér ber að nefna hið rausnarlega framlag háskólaráðs til stúd-
entaheimilisins, 10,5 milljón kr., af happdrættisfé, en aðrar gjaf-
ir nema kr. 20.600.
í þessu sambandi skal þess getið, að Félagsstofnun stúdenta hef-
ur fengið í hendur fyrri gjafir til byggingar stúdentagarða:
gjöf frú Unnar og Ásgeirs Magnússonar til herbergis í nýjum
stúdentagarði og gjöf frú Guðrúnar Brunborg til hjónagarðs.
4. Öðrum úrræðum, er stjórn stofnunarinnar telur tiltækileg.
Barnaheimili stúdenta.
í niðurlagi 2. gr. reglugerðarinnar segir: „Einnig skal hún (fé-
lagsstofnunin) beita sér eftir þörfum fyrir stofnun nýrra fyrirtækja
í þágu stúdenta í samráði við háskólaráð, stúdentaráð og mennta-
málaráðuneyti, enda er hverjum þeim aðila heimilt að gera tillögur
um nýbreytni."
Þegar félagsstoínun tók til starfa, hafði nokkur undirbúningur
hafizt á vegum stúdentaráðs við að koma á fót Barnaheimili stúdenta.
Á öðrum fundi stjórnar félagsstofnunar skýrði formaður hennar frá
því, að ríkið hefði keypt Efrihlíð við Hamrahlíð, sem stúdentar fengju
til afnota fyrir barnaheimili. Barnavinafélagið Sumargjöf myndi ann-
ast rekstur barnaheimilisins og það myndi njóta sömu réttinda og
önnur barnaheimili gagnvart borgarstjórn.
Á þessum grundvelli hóf félagsstofnun framkvæmd nauðsynlegra
breytinga á Efrihlíð, svo að þar mætti reka bamaheimili. Var að
þessu unnið fram til hausts 1968 í samvinnu við hagsmunanefnd
stúdentaráðs og fjögurra manna nefnd úr hópi foreldra.