Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 208
206
Samkvæmt tillögu hagsmunanefndar stúdentaráðs voru þeir Ing-
ólfur Hjartarson, stud. jur., Jóhannes L. L. Helgason, háskólaritari,
og Þorkell Guðbrandsson, stud. med., skipaðir í úthlutunarnefnd
Barnaheimilis stúdenta 27. ágúst 1968. Var þeim sett eftirfarandi
erindi:
„1) Að gera tillögur um umsóknareyðublöð til Barnaheimilis
stúdenta.
2) Að gera tillögur um úthlutunarreglur um vist á Barnaheimili
stúdenta.
3) Að annast framkvæmd úthlutunarreglna, er stjórn félags-
stofnunar hefur staðfest þær, á tímabilinu 1. september 1968
til 31. desember 1969.“
Úthlutunarreglur barnaheimilis á þessu tímabili eru meðal fylgi-
skjala ársskýrslunnar.
Þegar nauðsynlegra leyfa hafði verið aflað, hófst rekstur barna-
heimilisins á fyrrgreindum grundvelli þann 11. nóvember 1968.
Framkvæmdastjóri hefur fjárreiður vegna stofnkostnaðar barna-
heimilis með höndum og innheimtir dvalargjöld. Þau voru ákveðin
1600 krónur á mánuði fyrir veturinn 1968/1969 og 1900 krónur á
mánuði fyrir veturinn 1969/1970.
Á barnaheimilinu eru börn á aldrinum y2 árs til 3 ára. Heimilt er
að hafa þar 27 börn.
Forstöðukona barnaheimilisins hefur verið Sólveig Björnsdóttir,
fóstra, og þar starfa auk hennar 5 stúlkur við barnagæzlu og mat-
ráðskona.
Stofnkostnaður barnaheimilis hefur verið greiddur af hluta félags-
stofnunar af innritunargjöldum haustið 1968 og beinu framlagi rík-
issjóðs til barnaheimilisins.
Pöntunarfélag stúdenta.
í lok nóvember 1968 var þeirri hugmynd hreyft innan stjórnar
félagsstofnunar, hvort ekki bæri að stofna pöntunarfélag stúdenta.
Það starfaði fyrir nokkrum árum og byggðist rekstur þess þá á
frumkvæði einstaklinga úr hópi stúdenta. Komu strax við fyrstu
athugun í ljós ýmsir annmarkar á slíkum rekstri.
Vegna áhuga stúdentaráðs á frekari framgangi þessa máls og bréfs
frá hagsmunanefnd þess 18. september 1969, þar sem lögð er til stofn-
un undirbúningsnefndar til að kanna málið, kaus stjórn félagsstofn-
unar framkvæmdastjóra sinn og Ragnar Tómasson,lögfræðing, í
slíka nefnd með tveimur fulltrúum hagsmunanefndar þann 20. sept.
1969. Nefndin hefur ekki skilað áliti sínu.