Búnaðarrit - 01.01.1919, Blaðsíða 12
BÚNAÐARRIT
«
vildu að menn legðu stund á, voru vatnsveitingar.
En það mun þó hafa haft fremur lítil áhrif1 2).
Stefán amtmaður Þórarinsson ferðaðist um Noreg
1779, til þess að kynnast aðferðum manna þar við fram-
skurð mýra, og skrifaði síðan um það ritgerð 1782*).
Eitgerð þessi ræðir mest um þurkun lands og undir-
búning þess til akuryrkju. Er fremur lítið á henni að
græða, með tilliti til áveitu eða vatnsveitinga hjer á
landi, sem við var að búast, enda þá lítið um jarðabóta-
framkvæmdir hjer. Og öll viðleitni til þess að koma á
áveitum eða öðrum jarðyrkjufyrirtækjum fjell alveg niður
í Móðuharðindunum, og reis ekki úr rot.inu fyrr en eftir
aldamótin.
II. Áveitur og framræsla á 19. öld.
Snemma á 19. öld er getið um áveitur. Stefán Jóns-
son umboðsmaður frá Steinsstöðum í Öxnadal segir frá
því í „Norðlingi" (IV. ár, 1879, 55—56), að um 1820
og þar á eftir, hafli vatnsveitingar farið að komast á —
í Eyjafjarðarsýslu — „fyrst á tún og svo á engjar, þar
sem svo hagaði til, og hefir töluvert aukist síðan".
Um miðbik aldarinnar, eða á árunum 1845—1.857,
er all-mikið átt við það í ýmsum hjeruðum landsins,
einkum þó í Árnessýslu, Eyjafjarðarsýslu, Múlasýslunum
— Fljótsdal — og víðar, að ræsa fram votlendar engjar
og veita á vatni. Eiu þá stofnuð fjelög í þessu skyni.
Þeirra elst mun Framslmrðarfjelag Hraungerðishrepps í
Árnessýslu vera. — Það var stofnað árið 1845. Til-
gangur þess var sá, að vinna að framskurðum og fyrir-
hleðslum („vatnagörðum"), og afstýra vatnsyfirgangi,
1) Sbr. „Lýsing íslande" eftir Þ o r v a 1 d Thoroddsen,
2. hefti, III. bindi.
2) „Stutta einfalda undirvísun um vatnsveitingar af mýrum
og þeirra meðferð, að þœr beri gott gras“. („Tvit. hins isl. Lær-
dómslistafjolags11, II. bindi, bls. 30—56).