Búnaðarrit - 01.01.1919, Page 21
BÚNAÐARKIT
15
Sumstaðar flæða yfir smá-ár og lækir í leysingum og
rigningarköstum, sem frjófga og bæta mjög slægjulönd,
J)ótt eigi geti það flæðiengi talist. Stafar þetta viða af
því, að farvegur vatnsins er ónógur, saman genginn eða
upp gróinn að meira eða minna leyti. Yeldur þá vatns-
ágangurinn stundum töfum og óþægindum um sláttinn,
og skemdum á heyi. Þyrfti því, þar sem þessu er til
að dreifa, að gera vatninu nýjan farveg eða endurbæta
þann gamla. — En annars hafa þessar sj&lfgerðu áveitur
búið víða til bestu engjar. En óneitanlega væri það
myndarlegra að hafa hönd í bagga með vatninu, stjórna
því haganlega og lofa því að gera gagn, en hindra óþæg-
indi af því eða skemdir.
IV. Áreitur.
Þá er að víkja að því, hvar áveitur eru helst stund-
aðar á landinu. Það er þó eigi ætlun mín að telja upp
allar þær jarðir, þar sem eitthvað er átt við að veita
vatni á land. Það yrði of-langt mál, því að víða nokkuð
er einhver viðleitni gerð til þess. í einstöku sveitum er
áveita stunduð svo að segja á hverri jörð, meira og
minna. En svo er aftur i sumum hjeruðum mjög litið
fengist. við að veita á vatni. Veldur því auðvitað sum-
staðar það, að þess er lítill eða enginn ko8tur.
Hins vegar er þess eigi að dyljast, að viða mætti
koma við áveitu, þar sem enn hefir lítið eða ekkert
verið við það átt, og mun eg áður en lýkur benda á
ýms svæði og ýmsar jarðir, er liggja vel við vatnsveit-
ingum.
Skaftafellssýslur. 1 austursýslunni, austan
Breiðamerkursands, er fremur lítið um áveitur. Myndar-
iegasta áveituverkið þar eystra er á Hofjelli. Var byrjað
á því 1917, og hefir síðau verið unnið að því, að auka
undir þá t.orfu — fyrir vatnságangi, svo að það notist betur að
því en nú á sér stað.