Búnaðarrit - 01.01.1919, Qupperneq 39
BUNABARRIT
38
bótum. En sjaldan þarf lengi að bíða eftir arði af áveitu,
ef skynsamlega er til hennar stofnað.
Sumstaðar eru mýrar, og það á undirlendi, svo há-
lendar, að eigi er unt, með þeim tækjum, sem við nú
þekkjum, að ná til þeirra með áveituvatni. Yatnsfarveg-
irnir liggja svo miklu neðar. Þaunig er því háttað um
sumar jarðir, eða mýrarflóa, sem þeim tilheyra, í Holt-
unum í Rangárvallasýslu, í Grímsnesi i Árnessýslu, í
Skilmannahreppi og Leirársveit í Borgarfirði, á Ásunum
í Húnavatnssýslu og víðar.
Takast mætti það, þar sem mýrar liggja hátt með-
fram hálsum eða fjallshlíðum, en vatnsfarvegurinn er
miklu lægri, eins og á sjer oft stað í ýmsum dalabygð-
um norðan- og vestanlands, að ná á þær vatni, með
því að taka það upp langt inu í landinu eða dalnum,
þar sem næg hæ§ er fengin, og leiða þaö svo um óra-
veg niður á mýrarsvæðin.
En þá er það kostnaðurinn, sem kemur til álita, og
er það hlutverk verkfróðra manna að skera úr því,
hvort slik vatnsveita svarar kostnaði eða ekki.
Áveitusvæði þau, sem hjer verða nefnd á eftir, eru
flest þannig í sveit sett, að þegar til þess kemur að
veita á þau og yrkja, þá verður það með samvinnu-
fjelagsskap i stærri og smærri stíl.
Það sem ræður einna mestu um það, hvort eitthvert
mýrarsvæði er álitlegt til áveitu, er þetta:
1. Að landið sje fremur hallalítið og jafnlent.
2. Að vatni verði náð á það með kleifum kostnaði.
3. Að vatnið, sem ráð er á, sje gott áveituvatn og iítt
takmarkað.
4. Að tiltölulega auðvelt sje að ræsa landið fram.
5. Að það sje ekki undirorpið skemdum af vatnságangi
úr stór-ám eða vötnum, sem lítt kleyft er að ráða
við.
Um sum þau áveitusvæði, er hjer verður minst á, er
Það að segja, að gerðar hafa verið mælingar á þeim og
3