Búnaðarrit - 01.01.1919, Qupperneq 40
34
BÚN'AÐARRIT
áætlanir um hvað kosti að veita á þau. Aftur eru það
önnur, sem lítið eða ekkert hefir verið átt við að rann-
saka.
Flóinn. Það eru um 40 ár síðan farið var að ræða
urn það, að veita á Flóann vatni úr Hvítá eða Þjórsá.
Fyrsta verulega rannsóknin, sem geið var til uudirbún-
ings þessu stór-fyrirtæki, framkvæmdi Sœmundar Eyj-
ötfbson surnaiið 1895. — Þar næst var fenginn danskur
vei kfræðiugur, Karl Thalbitzer að nafni, t.il þess að gera.
mælingar á þessu svæði. Fiamkvæmdi hann mælingamar
surnarið 1966. Yeturinn næsta gerði hann svo áætlun
um kostnaðinn og uppdrátt af aveitusvæðinu. Skýrsla um
þessar mælingar var gefin út á dönsku1). Ágrip af skýrsl-
unni er prentað í „Búuaðarritinu", 21. áig. 1907, bls.
141 — 149.
Landið i Flóanum, sem vatnið úr Hvítá get.ur náðst
yfir, samkvæint mælingu og áætluu Thalbitzer, er 169,5
ferkílómetrar. Kostnaðinn aætlaði hnnn 600,000 kr.
Franrhald3-mælingu til undubúniiigs Flóa-áveitunni
gerði Thalbitzer sumarið 1910. Yoiu þær mælingar
aðallega í þvi fólgnar, að mæla land hverrar jarðar á
áveitusvæðinu, og hve mikill hluti þess gæti notið áveit-
unnar.
Loks voru geiðar, sumurin 1914 og 1915, mælingar og
ranusóknir á áveitusvæðinu, undir yfirumsjón Jóns verk-
fiæðmgs Þorlákssonar, en Jón verkfræðingur lsleifsson
framkvæmdi þær. — Eftir þessari siðustu rnælingu er
áveitusvæðið talið að vera 151^/a ferkílómetri eða 15145
hektarar.
Samkvæmt þingsályktun Alþingis 1915 („Alþingistíð."
1915 A., bls. 746 — 747. Pingskj. 452) var skipuð þriggja
manna nefnd, til þess að undirhúa Flóa-áveitumálið fyrir
næsta þing. Og á Alþingi 1917 eru samþykt löy um
áveit.u á Flóann.
1) „Projekt til Vanding og Afvanding af FIoi“. Aarhus 1907.