Búnaðarrit - 01.01.1919, Blaðsíða 45
bunaðarrit
39
Yíðirinn i Moífellssveit, tilheyrandi að mestu prests-
setririu Stóra-Mosfelli í Kjósarsýslu, er all-álitlegt áveitu-
svæði. Áveitulandið er að visu ekki tilt.ölulega stórt, en
gott og fremur grasgefið í sjálfu sjar. Þar mætti gera
áveitu með vatni úr Köldukvísl og Suðuránni, bæði
uppistöðu- og seitlu-áveitu
Laxárne8Íiói í Kjós. Þar var mælt fyrir áveitu í
haust, er leið’). Vatnið er gert ráð fyrir að taka úr
Bugðn og Dælisá. — Kostnaðurinn er áætlaður rúmar
30,000 kr. — Áveitusvæðið er 115 hektarar alls.
Komið hefir til tals að gera bráðlega áveitu á Beyni-
völlum í Kjós, úr Laxá, enda áhtlegt þar t.il þeirra
hluta. — Einnig liggur vel við að gera áveitu á Þor-
láksstaða-engjarnar. Og í Brynjuðalnum má gera áveitu,
bæöi á Ingunnarstöðum og Þrándarstöðum.
©arðaflói á Akranesi, ásamt flóanum sem tilheyrir
Ósi í Skiltnannahreppi, er stórt land, hailamikið og þó
raklent, en fremur grasgefið. Veita má vatni á þessa
flóa úr Berjadalsá, sem kemur ofan a£ Akrafjalli. Gall-
inn að eins sá, að vatnið í henni mundi reynast helst
til iítið i þurkavorum, til þess að fullnægja öllu svæðinu.
En annars er þarna um mikið og gott land að ræða,
sem bíður þess, að því sje gert eitthvað til sórna.
Mælt hefir verið fyrir áveitu úr ánni á Ós-flóann og
engjar Ytra-Hólms á Akranesi.
Bæjarsveit í Borgarfiiði. Þar eru flóar og mýrar, sem
tilheyra jörðunum Bæ, Varmalæk, Hvítárbakka og Þing-
nesi. — Lækur rennur þar, sem nota má til áveitu, en
hann er vatnslítill, og verður þvi ekki veitt á alt svæðið,
svo fullnægjandi sje. En eigi þurfa þó engjabætur þarna
að stranda á vatnsleysi. Þar er á næstu grösum á, sem
nefnist Flóka, sem nota má til áveitu.
Best. mundi að líkindum að talca ána upp, annaðhvort
ofan við feiðamanna-vaðið á henni eða fyrir ofan gljúfrin.
1) Þesaa mæimgu. framkræmdi Jón verkfr. í 8 1 e i f s s o n.