Búnaðarrit - 01.01.1919, Page 47
BÚNAÐAKRIT
41
Norðnrengjar. Þannig nefnist engjablettur um 30
hektarar á stærð, niður með Norðlendingafljbti að aust-
an, og tilheyrir jöiðinni Kalmanstungu í Hvítársiðu.
Land þetta eru sljettar valllendis grundir, og hagar þar
vel til með áveitu úr Fljótinu, bæði uppiatöðu- og seitlu-
veitu. Gallinn er sá, að landið liggur uudir búfjárágangi,
og þyrfti því að girða það jafnskjótt og áveita væri
hafin, til þess hún kæmi aÖ fullura notum.
Mýrarnar. Þar eru stórir tlóar, og innan um þá
stærri og minni stóðuvötn. Flóar þessir eru afskaplega
fúnir og blautir, og sumstaðar ekki fært yfir þá uema
fuglinura íljúgandi. Þessi flóalönd þyrfti að ræsa íram,
en það mundi kosta geysifjár. En framræsla á þessu
landi er þó undirstaða þess, að hægt sje að veita þar á,
svo að fullu gagni verði til frambúðar. — Vitanlega má
þar víða gera smá-engjabætur með áveitu, úr vötnum og
lækjum, og er þegar byrjað á þvi. En um vatnsveitingu
í stórum stíl getur ekki verið að ræða, nema ráðist sje
1 það um leið að ræsa landið fram.
í Álftaneshreppi mætti þó gera sæmilega áveitu á
Smiðjuhóli, Álftárósi, Álftártungu og Grímsstöðum o. s.
frv. I>verho!tsland gæti og tekið bótum. Hofstaðir eru
einnig mjög álitleg engjajörð, og engjarnar liggja vel við
áveitu. — En þegar kemur vestur í Hraunhreppinn,
tekur fyrst í hnúkana. Þar eru flóasvæði, lítt eða ekkert
notuð, meðfram vegna bleytu og fúa. — Þessu landi á
Mýrunum þyifti að gagnbreyta með framræslu, áveitu
og vegagerð. Fengi það þá búningsbót, sem því er nauð-
synleg, mætti bratt fjölga þar býlum, og auka. búskap-
inn mikið frá því sem nú er.
Þarna er um nýtt Iandnám að ræða.
Á einstöku bæjum í hreppnum mætti strax bæta
slægjulöndin nokkuð með áveitu, svo sem í Fiflholti,
Ánastöðum, Laxárholti, Vogi og viðar.
Staðarsveitin í Snæfellsnessýslu hefir jafnan verið
talin góð og mikil engjasveit. Kunnugur maður þar segir