Búnaðarrit - 01.01.1919, Qupperneq 51
BTJNAÐARRIT
45
oft vatnsskortur til áveitu, er fram á vorið kemur, því
flóðin standa stutt við.
Fyrir því hefir komið til tals, og það fyrir löngu
síðan1), að taka Vatnsdalná eða Hnausakvísl til áveitu á
Eylendið. Nú hefir þetta mál fengið vind í seglin á ný,
og hafa þegar verið gerðar einhverjar undirbúnings-
at.huganir í því skyni2). — Ráðgert hefir verið að taka
upp eystri kvisl Vatnsdalsár, austan við hólmann í áuni
fyrir neðan Skriðuvað. Leiða svo vatnið út eftir, fyrir
austan Hnausa, og síðan eftir grunnum vatnsfarvegi út
á Eylendið.
Alt áveitusvæðið er talið að vera 423,4 hektarar. Af
því fellur nú i meðalári 4500 hestar. — Þegar búið er
að gera flóðgarða og tryggja vatnið, má gera ráð íyrir,
að hey-aflinn tvöfaldist að minsta kosti. — Áveitan nær
til, eða kemur að notum 10—12 jörðum.
Vntnsdal8<lóð. Stungið hefir verið upp á því, og það
fyrir mörgum árum, að ræsa flóðið fram, og mundi þá
vatnsbotninn verða á skömmum tíma að besta engi.
Um myndun ílóðsins er það tekið fram i Ferðabók
Olaviusar (Khöfn 1780, bls. 206), að skriða hafi fallið
úr fjallinu að austanverðu við dalinn, og farið þvert yfir
hann, og stiflað Vatnsdalsá. Er svo sagt, að Flóðið hafi
þá verið 261/2 metrar á dýpt.
Vatnsdalsflóð er nú um 250 hektarar að stærð, en
það smá-grynnist, og vatnið fjarar smátt og smátt með
tímanum. En hlutaðeigendum þykir laugt að bíða eftir
því, og vilja nú ráðast í að ræsa Flóðið fram, ef þess
er kostur.
Þegar urn það er að ræða, að þurka Vatnsdalsflóð,
1) Sjá „Búnaðarritið11 17. ár, 1903, bls. 166—167.
2) Eftir að þetta er ritað, hofi jeg fengið upplýsingu um það,
að geróar hafi verið þarna mælingar nýlega. Ávoitulandið, eða
stærð þess, hefir verið mæld. Gerði það Loftur búfr. Rðgn-
v a 1 d s s o n frá Hlíðarenda i Skagafirði.