Búnaðarrit - 01.01.1919, Page 57
BÚNAÐARRIT
51
blautir, eins og nafnið bendir til. Land þetta kemur ekki
að fullum notum, nema það sje ræst fram. Suður og
niður af þessum „kílum" er stórt og mikið graslendi,
tilheyrandi bæði Hjaltastað (Leirar) og Flugumýri. Mætti
gera þar góðar engjar með áveitu úr Hjeraðsvötnunum.
Staðarbygðarmýrar í Eyjafirði, ásamt Öngulsstaða-
mýrum, eru ein samfeld heild eða mýrarfláki, milli Þver-
ánna, og takmarkast af Ej'jafjarðará að vestan og Staðar-
bygðinni að austan.
Árin 1878--1880 voru gerðar þar miklar jarðabætur.
Stóð fyrir því verki Sveinn búfr. Sveinsson. Voru þá
gerðir um 7500 metra langir skurðir, og af flóðgörðum
2250 metrar á lengd, 0,60—0,90 metra háir. Nam þetta
verk 1200 dagsverkum („tsafold" VI., 1879, 19). Jaröa-
bót þessi entist illa, garðarnir biluðu, en viðhald alt
vantaði, enda mundi það hafa orðið erfitt og kostnaðar-
samt, þegar til lengdar Ijet, eins og alt var i garðinn
búið. — Eigi að síður er þarna um mikið og gott land
að ræða, sem vert væri að bæta.
Sumarið 1916 eru mýraruar mældar, og gerð áætlun
um hvað kosta muni að veita á þær og gera flóðgarða1).
Var kostnaðurinn áætlaður 8000 kr., með því að reikna
dagsverkið að eins 3 kr.
Staðarbygðar-mýrar eru taldar að vera 600—700
hektarar. Um 20 búendur eiga þar meiri og minni hJut
að máli.
Grundarmýrar í Svarfaðardal í Eyjafjarðarsýslu, til-
heyra jörðunum Grund og Tjörn og nokkrum fleiri býl-
um. Þær eru um 130—150 hektarar, all-vel grasgefnar,
en blautar. Þær liggja vel við bótum, bæði til að þurka
þær og veita á þær vatni úr lækjum, er renna þar ofan.
Gæti þar verið bæði uppistaða og seitluveita.
Sjálfsagt mætti víða í Svarfaðardalnum gera engja-
1) Þá mælingu framkvæmdi P á 11 búfræðiskand, J ó n s s o n
í Einarenesi í Mýraeýslu.
4*