Búnaðarrit - 01.01.1919, Side 60
54
BÚNAÐARRIT
FJjótíð1), og vatni úr þvi veitt á Kílatjarnar-blá. En
stífla þessi seig fljótt það niður, að vatnið náðist ekki
á „blána“, og heflr ekki verið við það átt síðan.
Best mundi líklega að taka FJjótið upp nálægt. Höfða-
vaði, skamt íyrir innan gömlu stífluna. Breidd þess er
þar um 66—70 metra. Gera þarf öfluga stiflu í Fljótið
með hæfilega mörgum flóðgáttum. — Nauðsynlegt verður
að þurka þessa flóa, samhliða því sem veitt er á þá, og
gera flóðgarða til að halda vatninu inni.
Skriða-blá í Breiðdal i S.-Múlasýslu. Það er blautur
mýrarflói með kilum, hallalitill og greiðfær. Fyrst og
fremst þarf að ræsa „blána“ fram, og veita siðan á
hana vatni úr Skriðuá eða Breiðdalsá. En vatnið i
Breiðdalsá er að líkindum betra til áveitu, en meiri
erfiðleikum undirorpið að ná því, heldur en úr hinni
ánni. — Land í Skriðu-blá eiga 6—8 búendur inni í
Breiðdalnum.
Búuaðarsamband Austurlands hefir látið rannsaka og
mæla fyrir áveitu á Sleðbrjóts-seli í Jökulsárhlíð, Skógar-
gerði í Fellum (úr Rangá), Geitavíkur-blá og Litlu-
Breiðavíkur-blá í Borgarflrði — hvorutveggja stórar á-
veitur — Desjarmýri, Klifstaðar-blá í Loðmundarfirði, og
Höskuldsstaða-seli í Breiðdal.
Bjarnaneshverfis-engjar í Hornafirði í A.-Skaftafells-
sýslu eru mjög álitlegar til áveitu. Þær eru mjög halla-
litlar, fremur þurlendar og greiðfærar. Áveita á þessar
engjar fæst með því að stifla svonefndan Störakíl. Renna
í hann keldudrög og smálækir, og verður úr því mikið
vatnsmagn. Væri gerð stífla í nefndan „kíl“, fengist
uppistaða á mestan hluta þessa Jands, með lágum flóð-
görðum.
1) Það yar sjera Björ n ÞorlákBson á Dvergasteini, er
þetta Ijet framkvæma, er hann var prestur á Hjaltastað. Griót-
inu í stifluna ljet hann aka um veturinn, og var því hlaðið á
ísinn á Fljótinu. Var þessi stiflugarður mikið verk.