Búnaðarrit - 01.01.1919, Side 63
BÚNAÐAflRIT
57
við vatnið úr HvolsgilJ. Gert er þá ráð fyrir, að taka
ána upp fyrir innan Árgilsstaði, og veita vatninu í skurði
ofan við Velli og suður á allan Hvolsvöll.
Hvolsvöllur er fremur ljelegt móaland, þurt og snögg-
lent. En næðist vatn á Völlinn — og á því er nú eng-
inn eft — þá mundi gróðurinn brátt breytast og aukast.
Yrði þar þa ágæt kúabeit, og innan um kæmu slægju-
blettir, þar sem Völlurinn er greiðíærastur og liggur
lægst. — Hitt má telja víst, að þetta verk mundi kosta
mikið, ef vel væri frá því gengið.
Engjarnar með Stcinslæk í Holtum, suður frá Ás-
hól, tilheyrandi Hamrahverfinu, Seli og fleiri jörðum þar.
— Þessar engjar eru í sjálfu sjer besta Jand, en vantar
áveitu. Vatn næst með því að stífla lækinn neðan við
þjóðveginn. Mætti þá veita því til beggja hliða. Gera
þyrfti lága flóðgarða út frá lækjarbakkanum, og fengist
þá besta uppistöðuáveita. Lækjarbakkinn stendur við
vatninu víðast hvar á þann veginn. — Stíflan yrði að
vera traust, og vel um hana búið.
Hjer hefir nú verið bent á nokkur svæði, víðsvegar
á landinu, sem bæta mætti meir og minna með
áveitu og framræslu. Og það er hlutverk þeirra, er eiga
þessi lönd, eða hafa umráð yfir þeim, að vinna að þess-
um jarðabótum á komandi árum, eftir því sem hægt er,
með samtökum og öflugri samvinnu. — Einnig hefl jeg
minst á nokkrar einstakar jarðir, sem líklegt er, að tekið
geti bótum á sama hátt. En hjer hefir verið fljótt yfir
sögu farið, og er því mörgu slept, sem ástæða hefði verið
að nefna. Það má víða gera eitthvað að því, að bæta
slsegjurnar með áveitu, þótt þess sje eigi getið hjer.
Jeg hefi helst nefnt þau svæði og þær jarðir, þar sem
mjer er kunnugt um, að áveitan eða jarðabótin krefur
verulegs undirbúnings, mælinga og athugunar verkfróðra
■manna. En það getur verið víðar, að slíku sje til að