Búnaðarrit - 01.01.1919, Síða 101
BUNAÐARRIT
91
ment byrjað á voryrkju. Með júnímánaðarbyrjun brá aftur til
hinna mestu vorharðinda með útsynningsfjúki og frosti því nær
daglega. Dó allur gróður og jörð skaðskemdist af kali. Hjelst
þessi ákafloga kuldatið vorið út.
í Eyjafirði brá til batnaðar um iniðjau april, og gerði góða
tið og stilta fram yfir sauðburð. Gróður var þó lítill og hæg-
fara. Þegar kom fram í miðjan júní gerði kulda og votviðri.
A Austurlandi batnaði tiðin upp úr páskunum. Um sumarmál
alauð jörð og tekin að gróa. Smátt þokaði þó gróðrinum áfram,
þvi lengstum voru næturfrost og þau allskörp. Vorið var fremur
kalt og þurviðrasamt.
í Skaftafellssýslu byrjaði öndvegistíð með sumri, og stóð um
mánuð, en þá kólnaði veðrátta og var köld vorið út.
S u m a r i ð var lengst af kalt um alt Suðurland.
í Dalasýslu stöðugir norðankuldar 1.—26. júlí; úrkoma engin
á þeim tiraa.
Á Vestfjörðum kuldatíð allan júni og júlimánuð: ágúst líka i
kaldara lagi.
Á Norðurlandi kuldar og votviðri alla sumarmánuðina, að
undantekinni cinni viku i byrjun ágúst. Þá viku voru miklir
hitar og þurkar í Eyjafirði.
Á Austurlandi kom með sláttarbyrjun kuldatið með þoku og
súld; hafði sú tið yfirhöndina sumarið út, þótt algerlega tæki
steininn úr með septemberbyrjun. Þá gerði snjó og norðanbruna
svo mikla, að heyskap var viðast lokið eftir 20. sumarhelgi,
vegna ótíðar.
Haustið og veturinn til ujárs. Sunnanlauds byrj-
uðu frostin óvenjulega snemma. 12. september fraus töluvert um
nóttina. Mest var frostið aðfaranætur 14., 16. og 16. í Keykja-
vikurlandi voru flög nær því hestheld þá á morgnana. Kuldatíð
fram til 10. nóvember, en gæðatið úr því. Þíð jörð alla jólaföstu
í nágrenni Reykjavíkur. Unnið að búsa- og jarðabótum viða um
Suðurlaud á þeim tima.
í Saurbæ í Dalasýslu snjóaði svo mikið 16. —22. september,
að ekki var hægt að lieyja. Tók þó brátt upp aftur. Hreinviðri
°g tið frost fram undir veturnætur. Versnaði þá tiðin og varð
nær því haglaust á dalabæjunum. 12. nóvember brá til þiðu og