Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.12.1919, Blaðsíða 4

Búnaðarrit - 01.12.1919, Blaðsíða 4
226 BÚNAÐARRIT sýna það áþreifanlega, hve miklu það skifti að gera út- veggi hlýja. Um erindi Lumbye’s er það skemst að segja, að því svipaði mjög að allri framsetningu og hugsun til ræðu Jóns Þorlákssonar um sama efni, sem hann hjelt hjer í fyrra og prentuð er í Tímariti verkfræðingafjelagsins, þó nákvæmar væri farið út í sum atriði. Færði hann mörg rök fyrir því, að algengasta veggjagerðin, óholir eða holir múrveggir, væri óhyggileg, og að nauðsyn bæri til þess að auka hlýindin með einhverskonar skjólvegg úr efni, sem illa leiddi hita. Lofthol í veggjum taldi hann ónóg, en gerði þó ráð fyrir að 8 sentímetra þykt lofthol yki hlýindi veggjarins um rúm 10°/o. Að öllu athuguðu taldi hann álitlegast, að fóðra veggina að inn- an með 1—2 sm. þykkum korkplötum, sem gerðar eru úr korkmolum og jarðbiki. Sýndi hann tvo litla stein- steypukassa, og var annar fóðraður með þessum plötum, hinn ófóðraður. Þegar ís var látinn í báða kassana, bráðnaði hann þrefalt hraðar í ófóðraða kassanum. Þá drap hann stuttlega á, að gluggagerð væri mjög ábóta- vant. Væri það heimskulegt að hafa fleiri glugga á hjör- um en þörf væri til þess að opna, að tvöfaldir gluggar borguðu sig vel, og að það væri miklum erfiðleikum bundið að þjetta gættina milli gluggans og múrsins. Mjer var sönn ánægja að hlusta á þenna mikla fyrir- lestur, sem bæði kom víða við og var skörulega fluttur. Sjálfur hafði jeg oft um þetta hugsað, og í raun og veru virtust mjer skoðanir próf. L. falla í aðal-atriðunura saman við mínar. Það sem á milli bar var að eins það, úr hverju skjólveggur skyldi vera og hvernig gerður. Við tillögu próf. L. virðist mjer tvent að athuga: Kork- plöturnar eru afardýrar, o: um 17 kr. fermetri, og tals- vert hlýtur auk þess að kosta að festa þær á vegginn. í öðru lagi er þetta ekkert frambúðar úrræði, því skamt mundi korkið í heiminum hrökkva til, ef almenningur tæki til að fóðra hús sín með því. Skjólveggurinn þarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Búnaðarrit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.