Búnaðarrit - 01.12.1919, Blaðsíða 42
3ÚNA0ABRIT
Smjörbáa-starfsemin.
Smjörbúin hafa átt við ramman reipi að draga nú
um skeið, enda hefir starfsemi þeirra hnignað mjög
undanfarin ár, og sum búin hætt að starfa og lagst alveg
niður.
Eins og kunnugt er, var fyrsta smjörbúið stofnað
árið 1900. Næstu árin á eftir fjölgaði þeim tiltölulega
fljótt, og starfsemi þeirra og rekstur tók skjótum fram-
förum. Smjörverkunin breyttist mjög til batnaðar, og
smjörið íjekk orð á sig á enska markaðinum.
Búin stóðu með mestum blóma árin 1905—1912. —
Árið 1905 störfuðu 33 bú, og þá voru flutt út 140 þús.
kg. af smjöri. Færði þá almenningur frá. Stærstu smjör-
framleiðendurnir fengu þá 400—600 kg. af smjöri í
hlut eftir sumarið frá búunum. — Eitt sumarið, 1904
eða 1905, átti Þorsteinn Thorarensen á Móeiðarhvoli
um 600 kg. Skúli læknir Árnason í Skálholti 550 kg.
Grímur hreppstjóri Thorarensen í Kirkjubæ og Ágúst
dbrm. Helgason í Birtingaholti annað eins. Sigurður
Guðmundsson frá Selalæk (þá í Helli) 500 kg. Jón Jóns-
son, bóndi á Syðra-Seli, og Runólfur hreppstjóri Hall-
dórsson á Rauðalæk annað ein3 o. s. frv.
Árið 1910 störfuðu einnig 33 bú, og nam þá útfiutta
smjörið 150 þús. kg. Var þá smjörið frá einstökum
bændum svipað og verið hafði 1905, en einlægt bættust
menn við í búin. — Og árið 1912 eru flutt út 177 þús.
kg. af smjöri, og það hefir útflutt smjör orðið mest.