Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.12.1919, Blaðsíða 10

Búnaðarrit - 01.12.1919, Blaðsíða 10
232 BÚNAÐARRIT og hleðsla mættist, en alt var með kyrrum kjörum þar sem móhnausarnir voru lagðir í kalk-sandblöndu. Þótt- ist jeg sjá á þessu, að óhætt myndi að hlaða skjólvegg blátt áfram úr vel stungnum, þurkuðum mó, svo sem jeg hafði slungið upp á í Skírni. Slíkur veggur yrði ólíkt betur varinn, innan við þjettan steypuvegg, en þarna var á bersvæðinu, og sá þó litt á. Auðvitað þyrfti að stinga hnausana sem vandlegast, fara vel með þá og gera stærðina jafna og hæfilega (rýrna mjög við þurkinn). Eftir þessari tilraun að dæma, sem jeg sá í Niðarósi, er lítil hætta á að hnausarnir bólgni verulega við raka og sig virðist vera lítið. Innan slíks skjólveggs þyrfti þá að strengja grant vírnet, áðuv en hann væri sljettaður að innan. Sennilega mætti þó fá hnausana enn betri, ef þeir væru mótaðir á þurkvellinum í hæfi- legu móti. — Er þetta að líkiúdum, sem stendur, ein- faidasta og ódýrasta aðferðin til þess að gera skjólvegg, að minsta kosti þar sem mór er við hendina. ZJpin í sveit í Noregi. Jeg hefi oftar en einu sinni á ferðum mínum horft á sveitabæina norsku gegnum glugga á járnbrautarvagni, og undrast það, hve húsin eru víð- ast mörg á hverjum bæ og bygging yfirleitt mikil. Jeg hefi þó aldrei haft gott tækifæri til þess að athuga þetta nánar, fyr en í þessari ferð. Námum við staðar einn dag á Gol í Hallingdalnum í Noregi, til þess að sjá búskap og bæi þar í dalnum. Hefir Hallingdalur auðsjáanlega verið afskekt sveit, alt til þess að Björgvinjar-járrrbrautin var lögð. Mestur hluti dalsins er skógi vaxinn, en víðs- vegar, bæði í dalbotninum og hlíðunum, ræktaðar spild- ur umhverfis bæina. Eru það ýmist akrar eða tún, og sýnast spildurnar furðu smávaxnar til að sjá, en reyn- ast laundrjúgar er nær er komið. Er það mest bygg og hafrar, sem ræktað er, en auk þess mikið af rófum og kartöflum. Jafnvel ávaxta (epla) trje þrífast þar allvel, þó dalurinn liggi hátt ofan til. Jarðvegur er grýttur og grunt á forngrýtis-klöppinni, eins og víðast er í Noregi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Búnaðarrit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.