Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 10

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 10
232 BÚNAÐARRIT og hleðsla mættist, en alt var með kyrrum kjörum þar sem móhnausarnir voru lagðir í kalk-sandblöndu. Þótt- ist jeg sjá á þessu, að óhætt myndi að hlaða skjólvegg blátt áfram úr vel stungnum, þurkuðum mó, svo sem jeg hafði slungið upp á í Skírni. Slíkur veggur yrði ólíkt betur varinn, innan við þjettan steypuvegg, en þarna var á bersvæðinu, og sá þó litt á. Auðvitað þyrfti að stinga hnausana sem vandlegast, fara vel með þá og gera stærðina jafna og hæfilega (rýrna mjög við þurkinn). Eftir þessari tilraun að dæma, sem jeg sá í Niðarósi, er lítil hætta á að hnausarnir bólgni verulega við raka og sig virðist vera lítið. Innan slíks skjólveggs þyrfti þá að strengja grant vírnet, áðuv en hann væri sljettaður að innan. Sennilega mætti þó fá hnausana enn betri, ef þeir væru mótaðir á þurkvellinum í hæfi- legu móti. — Er þetta að líkiúdum, sem stendur, ein- faidasta og ódýrasta aðferðin til þess að gera skjólvegg, að minsta kosti þar sem mór er við hendina. ZJpin í sveit í Noregi. Jeg hefi oftar en einu sinni á ferðum mínum horft á sveitabæina norsku gegnum glugga á járnbrautarvagni, og undrast það, hve húsin eru víð- ast mörg á hverjum bæ og bygging yfirleitt mikil. Jeg hefi þó aldrei haft gott tækifæri til þess að athuga þetta nánar, fyr en í þessari ferð. Námum við staðar einn dag á Gol í Hallingdalnum í Noregi, til þess að sjá búskap og bæi þar í dalnum. Hefir Hallingdalur auðsjáanlega verið afskekt sveit, alt til þess að Björgvinjar-járrrbrautin var lögð. Mestur hluti dalsins er skógi vaxinn, en víðs- vegar, bæði í dalbotninum og hlíðunum, ræktaðar spild- ur umhverfis bæina. Eru það ýmist akrar eða tún, og sýnast spildurnar furðu smávaxnar til að sjá, en reyn- ast laundrjúgar er nær er komið. Er það mest bygg og hafrar, sem ræktað er, en auk þess mikið af rófum og kartöflum. Jafnvel ávaxta (epla) trje þrífast þar allvel, þó dalurinn liggi hátt ofan til. Jarðvegur er grýttur og grunt á forngrýtis-klöppinni, eins og víðast er í Noregi.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.