Búnaðarrit - 01.12.1919, Blaðsíða 55
BtfNAÐARRIT
275
allar árar væru lagðar í kjöl. Það sem hjer veldur mestu
um, er skortur á Dógu öflugum og eindregnum sam-
tökum.
Par sem eru kúabú — 4—10 kýr í fjósi, og fleiri —•
eins og víða er á SuðurlandsundirlendÍDu, og sumsstaðar
annarsstaðar á landinu, þar ættu smjörbúin að geta
þrifist, þrátt fyrir það, þó ekki sje fært frá. Þannig ætti
búið í Ölfusinu (Yxnalækjarbúið), búin í Flóanum, búið
á Skeiðunum og búin í Hrunamannahreppi (Áslækjar-
og Birtingaholts-búið) að geta haldið áfram að starfa,
þótt hætt yrði að færa frá í þessum sveitum; enda býst
jeg við, að þessum búum flestum, sje minni hætta búin,
en ýmsum öðrum. — Búið í Biskupstungum er við líði,
og legst vonandi ekki niður.
Um flest búin í Rangárvallasýslu er svipað að segja,
þar á meðai Fijótshlíðarbúið og Rangárbúið, annaðhvort
þar sem það er nú eða á öðrum stað. Þessi tvö síðast-
nefndu bú hafa að vísu ekki starfað 2 undanfarin sumur,
og að eins stuttan tíma 1917, en það sannar ekkert
um það, að þeim sje ekki lífs auðið i framtíðinni, ef
ekki brestur áræði og fjelagsskap. í þessum sveitum,
sem búin eru í, og að þeim liggja, er nægur kúafjöldi
til þess, að þau geti starfað. — Eins er það með Hofsár-
búiö undir Eyjafjöllum og Deildárbúið í Mýrdalnum í
V.-Skaftafellssýslu.
Grímsnesingar og Laugdælir — þar eru smjörbúin
lögð niður — gætu sameinað sig um eitt bú á hent-
ugum stað.
Þá hefl jeg aldrei getað skilið það til fulls, hvers vegna
að búin í Borgarfirði (Geirsárbúið, Gufárbúið og Laxár-
bakkabúið) urðu að hætta. Mjer virðist flest mæla með
því, að þau bú hefðu átt að geta þrifist. En reyndín
varð önnur, og um það þýðir ekki að sakast. Það er
komið sem komið er.
í Eyjafjarðarsýslu og Skagafirði eru víða það stór
kúabú, að halda hefði mátt þar við rekstri smjörbús,