Búnaðarrit - 01.12.1919, Blaðsíða 62
BÚNABARBiT
Hrútasýningar 1919.
Svo var til ætlast, að sýningar yrðu á þessu hausti
á svæðinu frá Smjörvatnsheiði að Hellisheiði. Austan-
lands fjellu þær niður vegna þess, að mann vantaði til
að stjórna þeim, og í Vestur-Skaftafellssýslu, austan
Mýrdalssands, var ekki hugsað um þær, vegna undan-
farandi harðinda. í sex sveitum Árnessýslu fórust sýn-
ingarnar fyrir, mest vegna annríkis bænda við rekstur
sláturfjár til Reykjavíkur. Ýmiskonar forföll önnur höml-
uðu því, að sýningarnar yrðu eins vel sóttar í sveitun-
um, eins og æskilegt hefði verið, og eins og bændur vildu
þó gjarnan.
Margir vildu ekki sýna af þeirri ástæðu, að þeir töldu
sig ekki eiga nógu góða hrúta. Víða fjölmentu menn á
sýningarnar, þótt þeir ekki sýndu, og lýsir það auknum
áhuga.
Fjeð er að batna á þessu svæði — sem víða annars-
staðar — svo að miklu munar. Þegar jeg fyrir 6 árum
ferðaðist þarna fyrst um, fann jeg að eins einn hrút,
er átti fyrstu verðlaun, en i haust voru sýndir 27, er
hlutu þau verðlaun; virðist önnur framför eftir því, er
fjenu við kemur.
Einna mestar eru framfarirnar í Árnessýslu, enda eru
þar tvær fjárættir, er talsvert kveður að til kynbóta. Er
önnur þeirra frá Kárastöðum í Þingvallasveit, en hin frá
Þorsteini í Langholti í Flóa, en mun vera þingeysk að
uppruna. í Rangárvallasýslu hefir engin ætt merkt sig