Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 7
BÓNAÐARIUT
Erfðir og kynbætur búfjár.
1. Inngangur.
Allir, sem eitthvaö hafa átt viö skepnur og skepnu-
hirðingu, og veitt lífinu í kringum sig nokkra athygli,
hafa Ijósara eða óljósara hugboð um, að skepnurnar erfl
kosti og galla foreldra og forfeðra, og líkist þeim því í
heildarútliti að meira eða minna leyti.
Oft er sagt, að þessi hestur sé líkur folanum, sem
hann er undan, þessi kýrin hafl sama hornalag og
móðirin, en sama lit og faðirinn, og þetta mórauða
lamb hafl erft litinn frá honum afa sinum, sem hafi
verið mórauður.
Þessu líkt tal, sem er mjög algengt, staðfestir það,
að svo er lir.ið á, sem afkvæmi erfl ýms einkenni og
eiginleika frá foreldrum og forfeðrum.
En hugmyndir manna um þessi efni eru óljósar og á
reiki. Mörg dæmi eru nefnd, sem eiga að sýna, að svona
sé þetta nú ekki alltaf. Góðar skepnur hafi komið undan
lélegum, og öfugt. Og ákveðnar skepnur eru nefndar,
sem ekki hafi lit foreldra eða forfeðra, þeirra er menn
þekkja, eða sýnilega ýmsa aðra eiginleika, sem hjá þeim
voru.
Málið virðist þvi vera meira og minna óljóst fyrir
mörgum. Til þess að stuðla að því, að málið skýrist
fyrir mönnum, og þeim verði frekar ljós helztu undir-
stöðuatriði kynbóta á búfénu, ræðst ég í að rita þessa
grein, sem þó helzt hefði þurft að vera lengri, og með
fleiri myndum en föng eru á að þessu sinni.
l