Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 236
228
BtJNAÐAERIT
45,4%. Ef við reiknum aðeins me8 þeim 22, sem bólu-
settar voru með samskonar bóluefni og því sem til stóð
að nota, er dauðratalan þar 9, l°/o, þ. e. 5 sinnum lægri
en hjá þeim óbólusettu. Hjá flestum af þeim óbólusettu,
eiginlega öllum nema einni, bar meira eða minna á
lystarleysi og deyfð eftir sýkinguna, en annars varð
þeim ekki meint við. Aftur á móti sást aöeins lítils-
háttar deyfð og lystarleysi á einstöku kind af þeim
bólusettu, sem voru hafðar saman við þær óbólusettu,
svo að þær gætu líka haft tækifæri að sýkjast með
„eðlilegu'1 móti.
Af 12 bólusettum með lifandi gróðri hafði engin drep-
ist, bvo að ætla mætti að sjálfsagt hefði verið að nota
þá bóluaetningar-aðferð. En eins og áður er sagt er það
mjög miklum vandkvæðum bundið, og þar að auki hafði
gróðurinn verið svo sterkur, að 1 af 13 drapst af bólu-
setningunni. En okkar fyrsta boðorð var auðvitað að
gera ekki skaða.
Að öllu samanlögðu var því lang-ráðlegast að láta
bólusetja með dauðum gróðri, og við tókum því strax
til að útbúa bóiuefni í stórum stíl. Efnið í það var lag-
að í Rannsóknarstofu Háskólans eftir minni fyrirsögn
(sórstaklega tilbúin nautakjöts-pepton-bouillon).
Við þurftum að vit.a, hve mikið útbúa þyrfti af bólu-
efni, en höfðum hvergi nærri ljósar fregnir af útbreiðslu
veikinnar, né heldur hve margir mundu vilja láta bólu-
setja hjá sér og þá hve margt, svo að til að fá sem
beztar upplýsingar um allt þetta, kvaddi ég með sim-
skeytum alla hreppstjóra á sýkingarsvæðinu, frá Hval-
fjarðarströnd og vestur í Miklaholtshrepp, á fund í
Borgarnesi þ. 14. marz. Þeir mættu svo að segja allir
og kom hjá öllum í ljós mikill áhugi á að allt væri
gert sem unnt væri, til að sporna við útbreiðslu veik-
innar. Við Ásgeir Ólafsson dýralæknir héldum hvor sinn
íyrirlestur fyrir þeim um veikina, orsök hennar, ein-
kenni og bólusetningartilraunir þær, sem við höíðum