Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 188
180
BÍJNAÐARRIT
mikiö efnatökuafl heflr. — Tafla VIII e. sýnir annars
niðurstöður tilraunarinnar fyrir þau 5 ár, sem hún nær
nú yfir.
VIII d. Saltpétur lorinn á snemma og seint í gróindum.
Saltpétur er auðley9tur áburður og fljótvirkur, svo sem
kunnugt er, og því hefir verið litið svo á, að ekki geri til þótt
dregið só í lengstu lög að bera hann á, og jafnvel að
ekki megi bera hann á fyr en seint í gróindum, þegar
stutt er til sláttar, og gróður orðinn það þróttugur og
mikill, að hann geti tekið til sín strax köfnunarefnið
úr saltpétrinum — annars muni mikið af því tapast og
verða að engum notum. Nú er það hinsvegar kunnugt
að köfnunarefnið er það af nauðsynjaefnum gróðursins,
sem venjulegast ræður einna mestu um það, hverjum
þroska hann nær og hve fljótt hann þroskast, svo og
hitt, að heppilegast er að næringarefnin séu til reiðu
við rætur jurtanna strax þegar þær vakna af vetrar-
dvala, og séu þau það ekki, þá dregur það strax úr
vexti gróðursins og getur valdið því, að hann nái aldrei
þeim þrótti, sem þarf til þess að geta notað mikla nær-
ingu og verða mikill — ná góðri sprettu. Geta þá orðið
leifar í jarðveginum af frjóefnum áburðarins, og ganga
má tít frá því sem nokkurn veginn vísu, að köfnunar-
efnið í þeim leifum sé komið allrar veraldar veg, áður
en næsta gróðurtimabil hefst, og verði að engum notum.
Og niðurstaða þessarar tilraunar, sem nú hefir veiið
gerð í 5 ár, virðist sýna, að það sem tapast kann af
köfnunarefni, ef það er borið á snemma í gróindum, sé
þó töluvert minna en „leifarnar*, sem eftir verða, ef
það er borið á seint. — Áiið 1924 var undiibúningsár
til prófunar á tilrauna-landinu, og eftirtekjan það ár
bendir heldur í þá átt, að þeir reitir séu öllu betri, sem
seint er boiið á, en sá munur er svo lítill, að ekkeit
er úr honum gerandi.