Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 26
20
BCNAÐARÍUT
er aftur þaklitur yfir öllum einlitum, því eiga öll skjótt
hross skjótt foreldri). Ef við köllum erfðavísirinn til
svarts litar S (ríkjandi erfðavísirar eru í arfgengisfræð-
inni táknaðir með stórum stöfum í allri skammstöfun,
en tilsvarandi víkjandi erfðavísir með sama bókstaf
litlum), en til rauðs litar s, og erfðavísirinn til einlitar
H, en til skjöldótts h. Þá getum við með bókstöfum
séð hvernig þetta hefir orðið og hvaða eifðavísirar hljóta
að koma í afkvæmin. — Rauða nautið hefir þá í öllum
kynsfrumum sínum haft S. H., en svartskjöldótta kýrin
s. h. Þegar kynsfrumur þeirra hafa sameinast i frjóvg-
uðu eggfrumunni, hefir hún þvi fengið S. H. frá naut-
inu, en s. h. frá móðurinni, og því fengið, hvað þessa
S H
erfðavísira snertir, formúluna í bogteina sína. Af
s h
henni hljóta því að þroskast skepnur, sem verða kol-
óttar eða svartar, þar sem rautt og skjöldótt hylst.
Fyrsti ættliðuriun er því óhreinkynja, bæði hvað lit
og einlit snertir. Þegar hann myndar kynsfrumur verða
þær fernskonar eða:
1. Með erfðavísir til svarts og einlitar S. H.
2. Með erfðavísir til svarts og skjóldótts S. h.
S. Með erfðavísir til rauðs litar og einlitts s. H.
4. Með erfðavísir til rauðs litar og skjöldótts s. h.
Hvernig þetta sameinast nú í öðrum ættlið sézt bezt
með því að setja það upp í töflu, og er þá ætíð gengið
út frá því, að jafn margt myndist af kynsfrumum með
þessu og hinu eríðaeðlinu, og það gerir það lika, þegar
eríðavísirarnir liggja sinn í hvorum bogtein, eins og
taflan á næstu bls. sýnir.
Af töflunni sézt, að í öðrum ættliðnum verða hverjir
16 kálfar þannig, að:
9 verða svartir, og eru það nr. 1, 2, 3, 4, 5, 7, 9,
10 og 13.