Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 239
BÚNAÐARRIT
231
a. m. k. 2, og sennilega fleiri, af óbólusettu kindunum
voru frá bæjurn, sem vafalaust hafa verið sýktir. Þessar
kindur voru lagðar til af hreppunum og hefir þess ekki
verið gætt nógu vel, að velja þær frá bæjum, sem öruggt
var að ekki hefðu sýkst. Þær bólusettu í þessum hóp
voru betur valdar, 10 af þeim bólusettar á Hraunsnefl,
þar sem veikin var hvergi nálæg, hinar frá nokkurum
bæjum í Borgarfirðinum, þar sem við þóttumst vera
öruggir um að veikin hefði ekki komið.
Dálitla tilraun gerði ég til að sjá hver áhrif optochin
'faefði á sýkilinn. Útkoman á því var töluvert eftirtektar-
verð. Ég bjó til optochin-þynningar í bouillon, þannig
að í jafn stórum skammti af bouillon var optochin í
mismunandi sterkri þynningu, alit frá 1 : 1000 upp í
1 : 256000, og sáði síðan sýklum í. Eftir 24 klst. var
kominn vöxtur í öll glösin. M. ö. o. optochin í þynning-
unni 1 : 1000 nægir ekki einu sinni til að hindra sýkl-
ana til vaxtar, hvað þá til að drepa þá. Ef gefa ætti
kindinni inn optochin, svo að þynningin í blóðinu yrði
1 : 1000, þyrfti hún að fá ca. 3 g. Það er því sýnilegt
af þessu að optochin verkar engan veginn „specifikt" á
þessa sýkiltegund (aðra sýkla, svo sem „pneumokokka",
drepur það í þynningum yfir 1 : 100000).
Ennfremur gerði ég tilraunir til að sjá hvort, „agglu-
tinin" mynduðust í blóði sauðkinda, sem sýkst höfðu af
veikinni, ef vera kynni að með því mætti finna með
blóðrannsókn hvort skepnan hefði haft veikina áður eða
ekki. En ekki fannst neitt agglutinin. Þau virðast alls
ekki myndast við þessa veiki. Ekki heldur precipitin,
sem ég prófaði líka fyrir. Enda myndast ekki agglutinin
né precipitin við nærri alla smitandi sjúkdóma.
Um leið og við gerðum síðustu sýkingartilraunina
sýktum við 6 ær í Deildartungu, og höíðu þær allar
verið í fénu þegar veikin kom þar í fyrra. Var þetta
gert til að sjá hvort féð þar væri ekki ónæmt enn síðan.
Engin af þessum ám veiktist og bendir það til, að