Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 101
BÚNAÐARRIT
93
Þær fáu áburðartilraunir, sem gerðar hafa verið hér
á landi, benda ótvirætt til þess, að langmest vöntun sé
á köfnunarefni í túnum okkar. Túnin okkar svelta flest
— hungra eftir köfnunarefni. — Mun ekki mega leita
orsakanna að nokkru leyti til ofanábreiðslu-aðfeiðarinnar?
Yöntun á köfnunarefni stendur túngrösum okkar fyrir
þrifum, ekki eingöngu af því, að það vanti í áburðinn,
heldur vegna þess, að það notast að eins að litlu leyti,
og getur aldrei notast, meðan við höldum uppteknum
hætti, að bera áburðinn ofan á grasrótina. — Að mínu
áliti er nauðsynlegt að taka þetta atriði til ítarlegrar
athugunar. Aðgæta hvort ekki megi finna betri aðferð,
en þá, sem þúsund ára venja hefir skapað, að fleygja
áburðinum einhvern tíma ársins ofan á jaiðveginn. Það
getur ekki samrýmst því menningarstigi, sem við þykj-
umst standa á, í öðrum greinum, að hafa ekki hug-
mynd um, á hvern hatt sé hagkvæmast að nota búfjár-
áburð vorn, svo að beztur hagfræðislegur árangur náist
af honum.
Allir, sem þekkingu hafa á jarðrækt, viðurkenna nú
orðið, að áburðurinn notist því að eins sæmilega, að
honum sé komið ofan í jaiðveginn, að honum sé blandað
sem jafnast og bezt um það lag jarðvegsins, þar sem
ræturnar greinast aðallega. Þá hefir veðráttan minni
áhrif á, hvernig ábuiðurinn notast. Ræturnar komast í
miklu nánara samband við áburðaragnirnar, sem leysast
upp, fyrir ýmiskonar áhrif, og geta jurtirnar þá
hagnýtt sér frjóefnin. Það má því ganga út frá, að ein-
ungis á þennan hátt fáist full not af ábuiðinum, en að
þeirri aðferð, sem við höfum notað, sé svo ábótavant,
að nauðsyn beri til að athuga, hvort ekki megi endur-
bæta hana á einhvern hatt. En það, sem við verðum
að fá svarað er, hvort framkvæmanlegt sé að koma
ábuiðinum ofan í jarðveginn, eins og jarðiækt okkar er
varið. Þar sem búskapur okkar byggist nær eingöngu á
varanlegu graslendi, sem er látið liggja óhreyft um