Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 28
22
BÚNAÐA.RRIT
Ef við nú notum rauðskjöldótta nautið úr öðrum
ættlið (nr. 16) handa svartri kú úr fyrsta ættlið, þá fá-
um við jafn marga kálfa svarta, rauða, svartskjöldótta
og rauðskjöldótta. (Sbr. 9. mynd).
í þessu dæmi voru eiginleika-andstæðurnar tvær, og
lágu sín í hvorum bogteini. Ef eiginleika-andstæðurnar
eru fleiri, verður þetta vitanlega á enn fleiri vegu. Séu
þær t. d. þrjár, ef rauða nautið hefði t. d. verið kollótt,
en svartskjöldótta kýrin hyrnd, þá hefði fyrsti ættliður
myndað kynsfrumur með ólíku erfða-eðli á átta vegu, og
sameining þeirra aftur 1 annan ættliðinn getað orðið á
64 ólíka vegu. Þar sem kolótt er ríkjandi yflr hyrntu,
þá hefðu einstaklingarnir i annan ættlið, eftir útliti,
skipst i:
27 svarta, kollótta (með alla þrjá ríkjandi erfðavísirana).
9 kollótta, svartskjöldótta (með 2 ríkjandi og 1 víkjandi).
9 kollótta, rauða ( sama ).
9 hyrnta, svarta ( sama ).
3 kollótta, rauðskjöldótta (með l ríkjandi og 2 víkjandi).
3 svartskjöldótta, hyrnta ( sama ).
3 rauða, hyrnta ( sama ).
1 hyrndan, rauðskjöldóttan (með alla 3 víkjandi eiginl.).
Hver og einn getur sett þetta upp í töflu, og finnur
þá að í hverjum þessum hóp, sem heflr sama ytra út-
iit, er að eins einn einstaklingur, sem er hreinn hvað
allar þessar 3 eiginleika-andstæður snertir.
Væru eiginleika-andstæðurnar 4, mynduðust 16 ólikar
kynsfrumur í fyrsta ættlið, og í öðrum ættlið gætu þær
sameinast á 256 ólíka vegu, og væru eiginleika-andstæð-
urnar 5, mynduðust 32 ólíkar kynsfrumur 1 fyrsta ætt-
lið, og þá gætu þær sameinast á 1024 ólika vegu í
öðrum ættlið.
Væru aðrir erfðavísirarnir ríkjandi yflr hinum, mundi
þá í öðrum lið vera hægt að greina þessa 1024 ein-
staklinga í hópa, sem litu eins út, þannig að: