Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 169
BUNAÐARRÍT
161
notað var í steypuna. Sá galli var þó á, að torvelt var
að fá þessu efni vel blandað saman við hitt., sem fyrir
var, vegna þess að deigulmórinn var of blautur og vildi
loða saman í smákekkjum, uiðu þess vegna ekki eins góð
not að honum, og hann hafði ekki þau bindandi áhrif á
steypuna, sem upphaflega var ætlað.
2. september var búið að steypa úr þessu efni 55 cm
þykka veggi í húsi, sem var ca. 7 X 6 m utanmáls
og 2 m vegghæð. Þegar búið var að steypa veggina
voru mótin tekin utan af og áttu þeir að þorna, áður
en þeir yrðu húðaðir að utan. En rétt á eftir komu
þrálátar rigningar og siagveður. Uiðu því endalokin
þau, að veggir þornuðu ekki svo mikið, að tiltækilegt
þætti að tjarga þá. Smámolnaði úr veggjum allt haustið,
og í ofviðrinu 2. desember brotnaði sundur gafl hússins,
en þak og dyraumbúnaður fauk, og brotnaði stórmikið.
Þótt svona hafi til tekist með þessa byggingartilraun
úr leir og öðrum jarðvegsefnum, þá má þó ekki telja
að þessi tilraun sanni, að slikt byggingarefni eigi hér
enga framtíð. Það, sem óg sé athugavert við tilraunina,
að hún mistókst svo hraparlega, er það, að hún var
gerð of síðla sumars. Yeggirnir náðu ekki að þorna, svo
að unnt, væri að húða þá að utan með vatnsverjandi efni.
Ef tilraun þessi hefði verið framkvæmd í maí—júní
mundi eflaust betur hafa farið. Það mun mjög víða
vanta nothæft efni, og svo er hitt, að steypan sjálf þarf
sterkari mót en cementssteypa, og leirsteypan er vinnu-
frekari og framkvæmd hennar meira háð ákveðnum
tíma ársins en steinsteypa.
Eftir því sem ég komst næst í sumar, þá mun þurfa
2—3 sinnum meiri vinnu til að steypa úr leirefnum en
cementi og möl, og virðist það því ekki árennilegt,
nema efnið sé við hendina og áreiðanlega nothæft.
Jarðyrkjuframkvæmdir. Á árinu hafa verið
grafln 431 m löng jarðræsi og um 1700 rúmmetrar í
ll
L