Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 138
130
BtíNAÐARRIT
fennti allvíða. Lítið var það í Dölum, meira í Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu, enn meira í Gullbr,- og Kjósarsýslu,
og í Árnes- og Rangárvallasýslu. Ekki verður vitað hve
margt fennti alls, en eftir því sem næst verður komizt
hefir fennt og drepist nokkuð á annað þúsund fjár. Þá
fenntu og 2 hross í Mýrasýslu og nokkur í Árnes- og
Rangárvallasýslu (11).
Mjög víða varð vart við lungnadrep í fé, og drapst
margt úr því í Borgarfjörðunum báðum. Býralæknir
Hannes Jónsson og Níels Dungal dosent rannsökuðu veik-
ina nokkuð í Borgarfirði syðra, og heppnaðist Dungal að
finna bakteríuna, sem veikina orsakar, hreinrækta hana,
og smita með henni heilbrigt fé.
Pé gekk ágætlega undan vetri, og varð ull með al-
mesta móti, Lömb drápust sumstaðar af ofmegnri mjólk,
en mikið var það ekki.
_Fjöruskjögurs varð ekki vart, og þakka menn það því,
hve féð var lengi búið að hafa gróður, þegar burður
byrjaði.
Allvíða, sérstaklega við sjávarsíðuna, voru margar ær
algeldar, án þess menn geti gert sér ijósar orsakir til
þess.
Sumarið, framan af, var gott fyrir sauðfé, en í ágúst
fór að snjóa í fjöll, og kreppa að í þröngum hálendum
afréttum. Fé varð því mjög misvænt. Víðast varð það
vænna en í meðallagi, en til eru sveitir þar sem það
var til muna verra en í meðallagi (Flóinn og víðar).
í leitum gerði verstu veður, fengu gangna-menn
hrakninga svo manntjón varð af. Heimtur urðu yfirleitt
slæmar. Með |meira móti var sett á af lömbum víðast
hvar, enda heyskapur góður, þótt hann á Norður- og
Suðurlandi yrði endasleppur, og það svo, að hey urðu
sumstaðar*úti.
Bráðafár gerði ekki mikið vart við sig í haust, er leið.
Þó drap það nokkuð í ^Rangárvallasýslu, og það bólu-
sett fé.