Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 109
BÚNAÐARRIT
101
klaufalega, a8 auðleystustu og notgjörnustu efnin tapast
burtu, áður en þau koma gróðrinum að notum.
Það er slegið sterkt á þá strengi hjá bændum nú,
að ekki geti verið um verulegar framfarir í jarðrækt
að ræða, nema almennt verði hafin notkun á tilbúnum
áburÖi. Sú skoðun mun og rétt. En við megum ekki
láta slíkt glepja okkur sýn, og einblína um of á þaÖ,
að auka megi ræktun með tilbúnum áburði. Við megum
ekki gleyma því, að ræktun okkar verður alltaf fyrst og
fremst að byggjast á búfjáráburði. Við megum ekki láta
hjálíða að notfæra okkur hinn innlenda áburð sem allra
bezt. Og munum það, að ekki er einhlítt að byggja
vönduð haughús yfir áburðinn, til þess að verja hann
tapi á geymslustaðnum. Það er að eins önnur hliÖin á
þessu máli. Hin hliðin, og hún er engu ómerkari, hnigur
að því, að nota áburðinn á sem hagkvæmastan hátt,
og í þvi atriði er okkur st.órum ábótavant.
Steingr. Steinþórsson.
í erindi, sem birt er í 36. árg. „Búnaðarritsins" (sjá einkum
b)s. 62—65) heíi ég bent, á og talið sjálfsagt, að reyna þá tún-
ræktaraðferð, sem rætt er um hér að framan, og frá tilraun,
sem 6g hefi gert i þá átt, í Gróðrarstöðinni í Reykjavík, er skýrt
í „Búnaðarritinu11 37. árg. bls. 191, 39. árg. bls. 197—8, 40. árg.
bls. 349 og 41. árg. bls. 77—9. — Tilraununum hefir verið haldið
áfram siðan, eða nú i 7 ár, og niðurstaðan er sú, að reitirnir,
sem fengu mykju-undirburð, liafa gefið að meðaltali árlega 1144 kg
meira af ha, og liinir, sem fengu síldai'-undirburð, 1377 kg meira
af ha en óhreyfðu reitirnir, oða sem næst 360 og 430 kg meira
af dagsl. árloga, fyrir vinnu við ofanafristu, losun og þakningu,
og undirburðinn sjálfan, sem undirburðar-reitirnir hafa fengið
aukreitis, fyrsta ár tilraunarinnar.
Einnig skal bent á að Olafur Jónsson, framkvæmdarstjóri
Ræktunarfélags Norðurlands, hefir gert tilsvarandi tilraun, en
þó með öðru fyrirkomulagi, í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Niður-
staðan fer mjög í sömu átt sem hjá mér, og er skýrt frá henni
i „Ársriti11 Ræktunarfélagsins 25.—26. árg. (1929), á bls. 34—5.
M. Stefánsson.