Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 102
94
BTJNAÐ A.RRIT
langan tíma, en ekki um neitt sáðskipti að ræða, eins
og tíðkast í nágrannalöndum okkar flestum. Að órann-
sökuðu máli getur enginn sagt, að ókleyft sé að koma
áburðinum ofan í jarðveginn, við vitum ekkert um það,
en verðum að fá því svarað. 0g svarið fáum við að eins
með tilraunastarfsemi. Það verður að gera samanburð á
ofanábreiðslu og undirburði, svo nákvæman samanburð,
að það fáist skýrt svar um, hvor aðfeiðin gefi hagfræðis-
lega betri árangur.
Slíkar tilraunir yrðu að geta svarað eftirtöldum spurn-
ingum:
1. Hvor aðferðin gæfi meiri uppskeru af sama áburðar-
magni ?
2. Gera semanburð á þeirri vinnu, sem fer til hvorrar
aðfeiðarinnar fyrir sig.
3. Hve mörg ár mættu líða á milli, að áburðinum væri
komið þannig ofan í jarðveginn?
4. Athuga hvaða áhrif þessi tiða umrótun hefði á eðlis-
eiginleika jarðvegsins, og á sundurleysingu hinna
torleystu efnasambanda í honum.
Nú skulum við athuga þessi atriði svolítið nánar.
1. Eins og áður heftr verið drepið á, bendir allt, sem
við vitum um notkun áburðar, og hvaða kröfur jurt-
irnar gera tii þess, hvernig hann sé borinn á borð fyrir
þær, á það, að áburðurinn komi að miklu betri notum
sem undiiburður. En hve mikið hetur hann notast á
þann hátt vitum við ekki, því verða tilraunir að svara.
2. Hér mun það atriði, sem flestum mun standa
mestur stuggur af. Munu flestir álíta, að svo vinnufrekt
verði að koma áburðinum ofan í jarðveginn, að það eitt
nægi til þess að gera aðferðina ónothæfa, þótt allt annað
mæli með henni. Bændur munu ófúsir að plægja upp
túnin sín, þegar þau eru einu sinni orðin slétt, að eins
til þess að koma ábuiðinum fyrir. En að órannsökuðu
máli má það ekki fæla menn frá að athuga þetta mál.