Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 17
BÚNAÐA.RRIT
11
Þegar írjóvgaða eggfruman myndast við sameining
eggs og sæðis, þá getur nú ýmist orðið, að í henni
sameinist tveir samkynja erfðavísirar, sinn frá hvoru
foreldri, eða þá að hún heflr fengiö sinn erfðavísirinn
frá hvoru foreldri, og hefir þá tvo andstæöa erfðavísira
(alternativ gen).
Þegar frjóvgaða eggfruman heflr fengið samkynja
erfðavísira, sinn frá hvoru foreldri, í einhverja ákveðna
átt (lit, göngulag, horn, nythæð o. s. frv.) þá er ýmist
sagt að skepnan sé kynhrein, hvað viðkomandi eigin-
leika snertir, eða að hún hafi fengið erfðavisirinn í
tvöföldum skamti (Homozygot). Skepnan hefir þá
ekki í sér nema þennan ákveðna erfðavísir í þessa átt,
og þá fá hann allar kynsfrumur, sem hún myndar, því
annað hefir hún ekki til. Hafi aftur frjóvgaða eggfruman
fengið tvo andstæða eiginleika, sinn frá hvoru foreldri
(eða kynsfrumu), þá er sagt að hún sé óhreinkynja
(Heterozygot) hvaö viðkomandi eiginleika snertir, og
heflr hún þá fengið hvorn erfðavísirinn um sig í
einföldum skamti. Óhreinkynja skepna heflr í sér
báða erfðavísira foreldra sinna, og getur það þá farið
eftir ýmsu, hvernig þeir sjást hjá henni, og hvað mikið
af þeim sézt í eiginleikum afkvæmanna. En þar sem
tveir andstæðir erfðavísirar liggja hver andstætt öðrum
í samstæðum bogteinum, geta þeir ekki báöir lent í
sömu kynsfrumu hjá óhreinkynja skepnu. Þeir verða því
að klofna að, og koma sinn í hvora kynfrumu. Því er
ómögulegt að festa í kyni eiginleika, sem er sprottinn
af tveim andstæðum erfðavísirum (kolóttan lit hjá kúm
o. m. fl.). En þeir geta sameinast í fyrsta lið, og þannig
oft gert það að verkum, að skepnan sem hefir þá, verði
óvenju góð í ákveðna átt (þol múldýra, bráður þroski
sláturskepna o. fl.).
Til að létta yfirlit og skilning lesandans skal ég tala
um erfðir erfðavísiranna í köflum, eftir því hvernig
þeir liggja í bogteinunum.