Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 168
160
BÚNAÐARRIT
Framkvæmdir.
Það, sem stöðin hefir unnið að siðan tekið var til
starfa, vorið 1927, hefir aðallega verið fólgið í undir-
búningi grasfræræktar, og að nokkru leyti kornyrkju.
Undirbúningur þessi er aðallega fólginn í byggingum,
girðingum, framræslu, hreinsun á landi undir komandi
fræræktun og ýmsar undirbúningstilraunir, sem gera þarf,
áður en tekið er fastari tökum á ýmsum þeim viðfangs-
efnum, sem stöðinni er ætlað að taka til rannsóknar í
framtíðinni.
Byggingar. Á árinu 1929 hefir lítið verið gert
að byggingum. Gamla fjósið var komið að hruni, svo
ekki var annað tiltækilegt en að rífa það og byggja nýtt,
og var það gert síðastl. vor. Byggt var tvístætt fjós
fyrir 9 kýr, ásamt þvaggryfju fyrir jafn margar kýr. Pjósið
er byggt á sama stað og gamla fjósið, veggir hlaðnir úr
torfi og grjóti, en þak og framgafl klætt með bárujárni.
Stærð fjóssins er: 6,25 X 7,50 m.
21. júní var byrjað að grafa fyrir leirsteypuhúsi því,
er hr. A. Lieng, kennari frá Nesi við Mjörs í Noregi,
byggði að tilhlutun Búnaðarfólags íslands, og á þess
kostnað. •— Átti að steypa hús þetta í byrjun júlí, en
vegna ónógs undirbúnings að ýmsu leyti, var húsið þó
ekki steypt fyr en síðast í ágúst, eða frá 28. ágúst—
2. sept. Efnið, sem notað var í leirsteypu þessa var
mulin móhelluklöpp, er tekin var úr svonefndum „Litl-
hól“ hér í landareigninni. Saman við móbergsmulning-
inn var blandað */* af rauðri leirmold, sem var nokkuð
járnauðug. í fyrstu virtust þessi jarðvegsefni vera not-
hæf, eftir áliti A. Lieng, en við nánari rannsókn kom
það í ljós að svo var ekki. Var því það ráð tekið að
ná í deigulmó og blanda saman við hina fyrri jarðvegs-
blöndu. Deigulmór þessi var sóttur á bílum út að Ytri-
Rangá, og mun hann hafa orðið ^/g af því efni, sem