Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 166
158
BtiNAÐARRIT
þessu dró mikið í sumarmálakastinu, er hélzt til 9. maí,
og oft með töluverðu frosti og krapahriðjum, en úr því
batnaði tíðin, þó var fremur kuldasamt allan maímánuð.
Vorið var með hagstæðu úrfelli, en hitinn minni en
árið á undan.
1 garða var sett um og eftir miðjan maí. Hér var
byrjað að sá korni 20. apríl og því haldið áfram til 15.
mai, að undanskildum nokkrum tilraunum, sem sáð var
til síðast í maí.
í júní var tíðin mjög hagstæð, með jöfnum hlýindum
og hæfilegri vætu, fór því öllum gróðri á túnum, ökrum
og engjum vel fram.
Sláttur byrjaði hér um slóðir frá 10.—18. júlí, og
voru tún prýðisvel sprottin. Var hin hagstæðasta tíð
yfir allan júlí og ágúst, með hlýindum, hagstæðu úr-
felli, þurki og góðviðri. Hitinn var yfir maí, júní og
ágúst heldur Jægri en árið á undan, en júlí heldur
heitari, og úrkoman, bæði yfir vor og sumarmánuðina,
mun meiri en 1928.
Septembermán. var óvenju hraksamur og mun lakara
veðurfar en 1928. Hitinn töluvert lægri og úrkoman
meiri, einkum seinni hluta mánaðarins. 25. september
snjóaði, og voru þá kýr teknar inn á gjöf og úr því.
Hey þau, sem losuð voru fyrri hluta september, hrökt-
ust mikið og náðust ekki inn fyr en um miðjan október.
Upp úr görðum var almennt byrjað að taka frá 10.—
20. september, og lokið víðast hvar um mánaðamót.
Gekk víða mjög illa að ná óskemmdu upp úr görðum,
vegna hins óhagstæða tíðarfars.
Fræskurðurinn byrjaði 4. ágúst, og var túnvingull,
háliðagras, snarrót og vallarsveifgras þroskað frá 4.—
15. ágúst, og skorið á þeim tíma í réttri röð, eftir því
sem hver tegund þroskaðist.
Kornskurðurinn byrjaði 3. september og var lokið
20. september. Var mikið af korninu skorið í vætu og
bundið vott. 8. október var byrjað að aka því inn, og