Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 167
BÚNAÐARRIT
159
lokið 20. s. m., þá heldur vel þurru og að öllu leyti
óskemmdu, eftir að hafa verið úti á ökrum í smá skrýf-
um í 4—7 vikur, og má það gott heita í jafn slæmri
tið að ekki urðu skemmdir á korninu.
í október, nóvember og desember heflr tíðin verið
óvenju hraksöm. Frost og snjóar lagst fljótt að, og orðið
gjafasamt fyrir allan útipening. Jörð fljótt svo frosin að
litið varð úr jarðabótastörfum eftir septembermán.lok.
Enda þótt 4 síðustu mánuðir ársins 1929 hafl verið
óvenju óhagstæðir fyrir verklegar framkvæmdir á sviði
búnaðar, þá má þó telja árið frekar hagstætt og betra
en meðalár, vegna þess hvað vorið og sumarið var gott.
Víðast hvar mun heyafli hafa verið með meira móti,
taðan náðist alstaðar óhrakin, og meiri hluti af útheyi.
Fer hér á eftir, til gleggra yflrlits, tafla, er sýnir
meðalhita, fjölda úrkomudaga og úrfelli hvers mánaðar
fyrir 1928 og 1929, reiknað út eftir veðurathugunum
þeim, sem hér hafa verið gerðar á Sámsstöðum bæði árin.
Árlð ÍOSS: Árið 1939:
Meöal- Úrfelli Meðal- Úrfelli
Mánuðir: c. dagar m/m c. dagar m/m
Janúar. . . -r-1,0 Úrfellið 1,8 12 65,1
Fcbrúar . . -r- 0,07 ekki 3,2 19 96,0
Marz .... 3,7 mælt 4,9 21 141,0
Apríl .... 5,6 12 66,8 4,8 6 6,2
Maí 8,9 8 19,3 6,3' 15 106,4
Júni .... 10,5 7 12,8 9,7 15 45,2
Júlí 11,9 9 38,6 12,0 8 49 5
Ágúst. . . . 11,0 14 60,2 10,7 14 41,1
September. 8,9 18 121,0 6,7 22 148,5
Október . . 6,1 8 51,8 1,9 13 112,8
Nóvember. 2,8 11 106,8 1,2 9 63,4
Desember. 0,7 22 119,0 1,4 18 163,2
Meðaltal 5,75 )) )) Mcðalt.5,4 Alls 172 1038,4
1) Meðaltal 26 daga.