Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 98
90
BÚNAÐARRIT
er átt við salernaáburð, væri hugsanlegt að óvenjulegt
hafl verið að nota það sem áburð í þann tíma, þótt það
sé fremur ólíklegt, vegna þess hve algeng salerni voru
á bæjum þá.
En hvað sem þessu líður, þá er víst, að engin veru-
leg breyting hefir oiðið á áburðarnotkuninni allan þennan
tíma. Áburðurinn er fluttur út á öllum tímum árs, að
hágróðrartímanum undanskildum. Má aðallega greina á
milli þriggja aðferða við áburðarvinnsluna, eftir því á
hvaða tíma hann er fluttur út og unninn.
Vorbreiðsla. Þá er áburðinum mokað sundur
og hann unninn að vorinu. Víða hefir það verið siður,
að flytja áburðinn út að haustinu og láta hann vera í
smáum óviðgerðum hlössum yfir veturinn, og moka svo
úr þeim að vorinu. Slík aðferð er ein af verstu búskapar-
syndum, sem bændur drýgja. Auðleystustu efnin renna
annaðhvort í burtu með regnvatni, eða síga ofan í hlass-
stæðið, og verður þá oft allt of sterkur áburðarlögur á
bletti, svo að flag verður eftir. í kring er oft kögur af
dökkgrænum, þióttmiklum gróðri, þar sem fijóefnin hafa
verið í hæfilegu hlutfalli, lengra burtu er svo oft kyrk-
ingslegur, hálfsveltur gróður.
Haustbreiðsla. Þá er mokað úr að haustinu,
ng áburðurinn oftast látinn liggja þannig til vors, og þá
«r slóðadregið. Stundum er þó slóðadregið að haustinu.
Vetrarbreiðsla. Þá er áburðurinn fluttur út
jafnótt og hann fellst til að vetrinum og hratað úr hon-
um, ýmist á auða jörð eða snjó.
Allar þessar aoferðir eru notaðar við túnvinnsluna.
Bændum kemur ekki saman um það, hver aðferðin
muni heppilegust. Sumir álíta vorbreiðsluna bezta, en
aðrir mæla með haustbreiðslu, og jafnvel sumir álíta
að vetrarbreiðslan geflst bezt. Mun þó óhætt að full-
yrða, að á þann hátt tapist allt af mjög mikið af auð-
leystustu frjóefnunum, og ætti því aldrei að nota hana.
Ég tel vetrarbreiðsluna því ónothæfa með öllu, en vil