Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 244
236
BtfNAÐARRIT
Um miðjan maí eru þær reknar ca. 6 km í beitarhús
í ágætu veðri. Á leiðinni eru þær reknar yfir læk, þar
sem þær blotna aðeins í fæturna. Liggja síðan í köldum
beitarhúsunum, fyrir opnum dyrum. Daginn eftir ber
ekki á þeim, en á 2. og 3. degi veikjast þær með hita
og drepast úr greinilegri lungnabólgu. Drápust allar,
nema 10, á tæpri viku.
Veikar kindur er bezt aÖ taka frá og hafa sér í húsi,
þó ekki í fjósi, svo að kýrnar smitist ekki. Ef sjúkar
kindur fá góða hjúkrun, eru nærðar á heitri mjólk, eftir
því sem hægt er að koma í þær, séð um að vel fari
um þær og helzt látnar liggja, en ekki standa, ef hægt
er, er miklu frekar von um að halda lífinu í þeim.
Veikt fé er bezt að hreyfa sem allra minnst. Bezt að
vatna því í húsunum, en reka það ekki í vatn. Lítið
mun þýða að gefa því meðul, en ef menn vilja, geta
menn reynt að gefa sjúkum kindum hóstasaft (liquor
pectoralis) eða joðkalíumupplausn (jodeti kal. 10, vatn
ad 300, 1 matskeið 3svar á dag).
Að svo stöddu virðist ekki ástæða til að taka upp
almenna bólusetningu gegn þessari veiki, en ef svo
skyldi fara að hún tæki ný byggðarlög fyrir og ætli að
gerast skæð er sjálfsagt að grípa til bólusetningarinnar,
sem útlit er fyrir, að geti að mestu leyti gert veikina
óskaðlega. Framvegis verður hægt að búa bóluefnið til
hér í Reykjavík í Rannsóknastofu Háskólans og hefl ég
tekið sýkilinn með mér hingað til ræktunar í þeim til-
gangi, að hægt verði með litlum fyrirvara að búa bólu-
efni til. Hæpið er þó, að unnt verði að halda sýklinum
lifandi mánuðum saman, en sjálfsagt er að reyna það.
Ef það tekst ekki að halda honum lifandi, verður að
rækta hann úr sjúkum líffærum, ef veikin kemur upp,
og það getur orðið erfitt, ef fjarlægðin er mikil frá
Reykjavik, en sýkillinn liflr annars ekki nema í 3 — 4
daga.