Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 13
bt5na.da.rrit
7
Án þess að lýsa þessu nánar hér, vona ég aÖ menn
af þessu sjái, að náttúran sér um að bogteinarnir
skiptist jafnt, en með þeim berst erfðin frá kyni til
kyns, frá kynslóð til kynslóðar. (Sjá nánara Líffærafræði).
4. Karlkyn eða kvenkyn.
Langa lengi hafa menn velt því fyrir sér, hver væri
ástæðan til þess að skepnan yrði karlkyns eða kvenkyns.
. Ótal getum heflr verið leitt að því, af hinum og þessum.
í haust sagði mér til dæmis góður og gegn bóndi, að
Færeyingur hefði kennt sér, hvernig hann ætti að fara
að, til þess að ærin ætti gimbrarlamb. Ráðið var ofur
einfalt. Hann átti að leggja ána á hægri hlið, þegar
hann væri búinn að halda henni, og láta hana liggja
þannig nokkra stund. Tvívegis taldi hann sig hafa reynt
þetta með góðum árangri. Gömul, reynd ljósmóðir tjáði
mér hvernig mennirnir hefðu á valdi sínu að ráða, hvort
barnið yrði piltur eða stúlka, og mörg eru ráðin, sem
gefin eru til að hafa áhrif á þetta. En engin af þeim
standast dóm reynzlunnar.
Það er heldur ekki langt síðan að mönnum heppnað-
ist að komast til botns i þessu máli, og flnna hina
réttu orsök þess, að skepnan verður annaðhvort karl-
kyns eða kvenkyns — já, eða stundum hvorttveggja
eða hvorugt. — (Mc Clung. E. B. Wilson, Winiwarter
og fleiri).
Við athugun á myndun kynsfrumanna undir smásjá
kom í ljós, að undantekning átti sér stað frá þeirri reglu,
sem áður er lýst, að æfinlega séu tveir samkynja
bogteinar til staðar, í hverri frumu. Það kom i ljós, að
í kynsfrumum sumra skepnutegunda var stakur bog-
teinn í sæðisfrumunum, og ekki neinn tilsvarandi á
móti. Þessi bogteinn, sem ekki heflr tilsvarandi bogtein
4 móti sér, heldur er stakur, er kallaður X-bogteinn.
Hjá öðrum skepnutegundum er hann í eggfrumunni.