Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 113
BDNAÐARRIT
10»
Dr. B. M. 01 s e n telur, að kominu hafi verið viðast
hvar sáð i 4-skiptan akur og hver fjórði partur hans
hvilt sig í 2 ár. Tveir partar hafa því ávalt verið sánir
og tveir ósánir, eða í tröð, eins og það var kallað. Því
fénaður var látinn teðja akurinn. En líka er þess getið
að áburður hafi verið borinn á, þar sem þess þurfti við.
Kornið tóku þeir venjulega siðast í ágúst og í sept.,
seint eða snemma eftir árferði. Þeir þurkuðu það venju-
lega úti, bundu það í knippi og settu það upp í skrýfi.
Ennfremur höfðu þeir sérstakan útbúnað til þess að
þurka kornið, ef þess þurfti með. Voru það hin svo-
nefndu Sofnhús, og þar var kornið verkað eins og
þurfti.
Um arðsemi kornyrkjunnar í fornöld vitum við lítið.
Talið er að uppskeran hafi verið 6-föld við útsæði, og
þykir mér ekki langt úr vegi að svo hafi verið. Ætti
því eftir þessu að verða 12 tn. af ha., þegar 2 tn. er
sáð, miðað við hæfilegt sáðmagn.
Til hvers notuðu fornmenn kornið?
Kornið var notað þá, eins og nú, til mjög margra
hluta. — Þeir notuðu það til ölgerðar (munngát), til
grauta, og sem fóður í viðlögum.
Að kornræktin hafi haft töluverða þýðingu fyrir bú-
sældina og þjóðarhaginn yfirleitt, er hægt að sanna með
nokkuð gildum rökum.
í fyrsta lagi framleiddu þeir það mikið af korni, að
um munaði til heimilisnota. Er veit að geta þess, að
nokkru eftir 1400, þegar kornrækt var lögð niður að
mestu, fóru menn að nota meira af smjöri, og fluttu
það inn, sem varð samfara meiri harðmetisneytzlu.
Kann þetta að nokkru að hafa stafað af þeirri bylting er
varð þá í atvinnulífi þjóðarinnar, að fólk fór meira til
sjávar en áður — og gilti hið sama í nágrannalöndunum.
Annar þáttur þessa máls er sá, að kornyrkjan ýtti
undir jarðyrkjuframkvæmdir. Jarðabóta- og jarðvinnslu-