Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 23
BÚNAÐA.RRIT
17
sökuð í ættbökum ensku veÖhlaup'ihestanna og það kom
i Ijós, að 207 voru steingrá, en 69 með öðrum einlit,
eða eins nálægt því reikningslega rétta eins og hægt var
að ætlast til.
Hér er sama að segja og um hvítu óhreinkynja kind-
ina, það sézt ekki munur á steingráu hestun-
um, ytra útlitið segir ekki hvert erfða-
eðli þeirra sé hvað lit snertir.
Þegar tveir andstæðir eiginleikar sameinast, sinn frá
hvoru foreldri, þá verður það stundum, að hvorugur
sézt, heldur sambræðsla af baðum, og þá nokkuð mis-
jafnt hvers gætir meira. Slíkir einstaklingar eru
kallaðir miðlungar. Auðvitað eru miðlungar ætið
•óhreinkynja, og auðvitað verða þeir eiginleikar, sem sýn-
ast vera hjá þeim, en sem koma í Ijós við samverknað
tveggja ósamstæðra erfðavísira, aldrei festir í kyninu
{sbr. aður).
Kindur hafa t. d. venjulega um 10 cm. löng eyru,
en til eru lika kindur með h u. b. helmingi styttri
eyru og eyrnalausar. Kindurnar með stuttu eyrun eru
miðlungar, og hafa erfðavísira bæði til venjulegrar
lengdar og eyrnaleysis. (Sbr. 8. mynd).
Eftir þeim rannsóknum, sem ég hefi gert á lit sauð-
íénaðarins, mun grái og mórauði liturinn, þegar þeir
sameinast, koma fram sem miðlungur, og veiður þá
ýmist hvors gæti meira. Sama er að segja um kolótta
litinn á kúm. Hann er áreiðanlega ekki tii í neinum
eifðavísir, heldur kemur fram við sameining andstæðra
erfðavísira og verður því aldrei festur í neinu kyni.
Stundum gætir eiginleikans, sem erfðavísirinn veldur,
meira hjá öðiu kyninu en hinu. Kollótt er t,. d. rikjandi
yfir hyrndu, en hjá nautunum er þetta ekki alltaf, þar
sjást oft stutt horn eða hníflar hjá óhreinkynja nauti,
sem ætti að vera kollótt. Sama er með ferhyrnt, hjá
sauðfé. Sameinist ferhyrnt og kollótt, verður kindin að
vísu kollótt, en vísirinn til þess að vera ferhymt sézt
2