Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 94
86
BÚNAÐARRIT
vægi. Verður að leita eftir því, hvaða þyngd sé
hæfileg, því það er mjög breytilegt og ekki eingöngu
bundið við stærð herfisins. Það fer eins mikið eftir
ásigkomulagi flagsins og breytist eftir því hve vinnsl-
unni miðar áleiðis.
4. Sparið aldrei dráttarafl, ef völ er á því. Herfið með
3 og 4 hestum, ef þess er nokkur kostur. Fjóreyki
er alls ekki umsvifameira en þríeyki, og engin ástæða
til þess að veigra sér við að beita 4 hestum fyrir
herfi, ef sá hestakostur er til.
Með nægu dráttarafli er hægt að aka hratt, en
það er afar mikils virði við notkun Hankmo, Rúð-
ólfs og saxherfisins, og því meir sem líður á vinnsluna.
Vinnsla diskaherfisins er minnst háð ökuhraðanum.
5. Hankmo-herfið festir minna í sér, ef hlemmurinn er
tekinn af því (og bundinn ofan á meiðana).
Sömuleiðis getur stundum verið ráðlegt að aka
Hankmo-heifinu öfugu (snúa afturenda þess fram),
þá festir það sjaldan í sér, en vinnslunni miðar lika
hægar. Það er sórstaklega áríðandi að heifið bíti
reglulega vel, ef það er notað á þann hátt. — Hið
sama gildir um saxherfið, þótt það sé sennilega enn
þá sjaldnar ástæða til þess að nota það öfugt, en
það er hægt að gera á þann hátt, að snúa spaða-
öxlinum við í herfisgrindinni.
Til þess að firra Hankmo-herfið veltu, er ráðlegt
að binda um 3 m langan planka þversum ofan á
það, þegar því er beitt á ójafna plógstrengi. Ef diska-
herfi eða saxherfi hættir við að velta, má nota svip-
aðan útbúnað til þess að gera þau stöðugri.
6. Eins og eðlilegt er, gengur vinnslan fljótar og betur,
ef völ er á fleirum heppilega samvöldum herfum, en
ef að eins er notað eifct herfl, þótt gott sé.
7. Ef að eins er völ á einu herfi, viiðist gott diska-
herfi vera bezt búmannseign víðast hvar. Þó er ekki
hægt að nota það til þess að herfa óplægt land.