Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 121
BÚNAÐAKRIT
113
vitum nú hvaöa næringarefni plönturnar þurfa, og höf-
um tök og ráö á því, að láta þær fá þau efnin, er mest
flýta þroska þeirra.
Yið höfum betri áhöld en þeir til að vinna jarðveginn.
Við höfum þekkingu á mismunandi afbrigðum innan
korntegundanna, og kunnum að færa okkur í nyt kenn-
ingar arfgengisfræðinnar, eftir því sem tök eru á.
Slæmt árferði getur nú orðið til þess, að tryggja
ræktunargrein, svo sem kornyrkju, því nú þekkjum við
betur en áður áhrif úrvalsins, og vitum að beztu og
bráðþroskuðustu einstaklingarnir í plönturíkinu geta byggt
hinn bezta grundvöll fyrir tryggri ræktun, alveg eins og
beztu einstaklingarnir gera það í dýraríkinu.
Við höfum þekkingu á veðuifarinu, í sambandí við
hvað hverri ræktarplöntu hæfir.
Vísindalegar rannsóknir hafa leitt í ljós, að t. d. korn-
tegundirnar þurfa víst, ákveðið hitamagn og regnmagn,
til þess að ná fullum þroska.
Og margt fleira mætti telja upp, sem við höfum fram
yfir menn á fyrri öldum. Við sjáum því hvílíkur geysi-
munur er á aðstöðu hjá okkur og þeim.
Mér fannst ég hafa þessa aðstöðu, og ég hafði hug á
því að beita henni. Það sem ég þá athugaði var, hvaða
korntegund ég ætti að nota til þessara tilrauna, og sá
að það var 6 rd. byggið. Það höfðu fornmenn ræktað,
og það hafði líka þroskast stundum í síðustu alda til-
raunum.
Ég hafði vitneskju um það, að 6 rd. bygg þroskaðist
á 90—100 dögum í Noregi, og þyrfti 1250—1300° C.
samanlagt hitamagn yfir sprettutímann, og hæfilegasta
regnmagnið væri 200 m/m til 300 m/m, og var síðari
talan ekki talið það bezta.
Ég athugaði hvernig væri nú varið hitamagni hjá
okkur, og sá, að frá 1873—1920 var samanlagt hita-
magn frá V«—10/9 1194° C,, og regnmagn 226 m/m.
8