Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 171
BÚNAÐARRIT
163
Til undirbúnings á landi til grasfræræktar eru reyndar
þessar aöíeröir:
1. Skoríð ofan af landinu og sáð grasfræi samsumars.
2. Forræktun: 1. sumar bygg, grasfræ á 2. sumri.
3. Forræktun: 2 sumur bygg, grasfræ á 3. ári.
4. Forræktun: 1 sumar bygg, 1 sumar grænfóður (sáð
17. júní) með búfjáráburði, grasfræ á 3. ári.
5. Forræktun: I sumar bygg, 1 sumar kartöflur, með
búfjáráburði, grasfræ á 3. ári.
6. Forræktun: 1 sumar bygg, 1 sumar tröð (þ. e. ósáið)
og á 3. ári grasfræ.
7. Forræktun: 3 ára kornyrkja og grasfræ á 4. ári.
Ætti þetta að gefa nokkrar upplýsingar um það,
hvernig bezt muni vera að rækta landið, áður en það
er tekið til fræræktar, miðað við að kornyrkja sé höfð
í undiibúningsræktuninni.
Það land, sem sáð var í grasfræi 1927, bar full-
þroskað fræ í sumar, og fengust rúm 40 kg af hreins-
uðu grasfræi af 1600 m2, og af þessum tegundum: Tún-
vingull, háliðagras, snarrót og vallarsveifgras. — Fræið
var rannsakað í vetur og hefir það spírað allt frekar vel,
nema vallarsveifgrasið. Er það órannsakað mál, hvað
veldur svo slæmri spirun þess, en það er rannsóknar-
efni, sem tekið verður til ítarlegrar athugunar á næstu
árum, þegar sæmileg skilyrði veiða fyrir hendi.
Kornyrltja. Að kornyrkju-tilraunum og algengri ræktun
byggs og hafra, hefir verið unnið siðan stöðin tók til
starfa, og hefir það litið þannig út, að mezt bæri á henni
í starfi stöðvarinnar. Hafa þeir, sem lít.ið skilja það starf,
sem hér er verið að vinna, látið þá skoðun í Ijósi,
að hér væri aðaláheizlan lögð á kornyrkjuna, en gras-
fræræktin vanrækt. Er ekki óeölilegt að slíkt komi
fram, meðan ræktunarmenningin er hér á bernskuskeiði,
en sumir þeir menn, sem ætla mætii að hefðu
nokkra þekkingu á grasfrærækt og kornyrkju, virðast