Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 124
116
BUNAÐAEKIT
er sáð, eftir því veiður hálmuppskeran meiri, en kom-
uppskeran minni. — í öðru lagi sýna þær, að næst
síðasta og s í ð a s t a sáðtíð hefir gefið af sér full sæmi-
lega kornuppskeru, þannig, að á þeim grundvelli, þótt
ekki væri sáð fyr en 20 maí, gæti ræktunin borgað sig
ágætlega. — I þriðja lagi sýna þær, að bygg getur
þroskast hér í töluvert lakara en meðal sumri, og það
meira að segja þótt ekki sé sáð fyr en 15.—20. maí.
Hið samanlagða hitamagn hefir ekki eins mikið að segja
og ég hélt í fyrstu, heldur hitt, á hvaða tíma rignir
mest, og eins það á hvaða tíma er mestur hiti.
Mestu skiptir fyrir kornið, að mikill hiti sé um og
eftir miðjan júlí og út ágúst. Miklar rigningar í sept.
draga úr og seinka þroskun þess korns, sem síðast hefir
verið sáð.
Þessar 6 ára tilraunir benda á það, að hér er með
ágætum árangri hægt að rækta 6 rd. bygg, og að arð-
vænlegast er að sá því sem fyrst að vorlagi, í vel unn-
inn og hreinan jarðveg.
1. sáðtíð hefir í þessi 6 ár gefið 5 tunnum meira en
3. sáðtíð, og 2. sáðtíð hefir gefið 2 tunnum meira en
3. sáðtið.
Og ef vér lítum nú á það, hvort kornrækt svari
kostnaði hér hjá okkur, og miðað við þessa reynslu, þá
get ég ekki annað sagt en svo sé. Ef við gerum ráð
fyrir þeirri uppskeru, sem tilraunirnar hafa sýnt, þá er
það um 1300 FE á vallardagsl., og dagslátta í túni, er
gefur 15 hesta, gefur 600 FE. Er þvi líklegt að kornrækt
geti átt hér framtíð, ef fólkið vill, og hefir lag og kunn-
áttu til þess að gera hana samkeppnisfæra við aðrar
þær ræktunargreinar, sem nú eru stundaðar.
Eitt af því, sem bendir á að þau sannindi eru rétt,
er sáðtímatilraunir mínar hafa sýnt, er kornyrkjan á
Sámastöðum í sumar. Af 2 ha. hafa fengist yfir 5000 kg
af ágætu og fallegu korni. Ein korntegund hefir bætzt
við og það eru hafrarnir. Niu afbrigði voru reynd í